,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ

Námskeiðið ÍRA til amatörprófs haustið 2023 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 25. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið.

Alls er 31 þátttakandi skráður. Þar af mættu 13 í kennslustofu, 15 voru í netsambandi og 3 voru fjarverandi. Fjartengingar gengu vel innan lands og utan (en tveir tveir þátttakendur eru erlendis). 

Eftir setningu tók Kristinn Andersen, TF3KX við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Njáll H. Hilmarsson, TF3NH tekur við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani. Námskeiðinu lýkur 7. nóvember n.k. Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið 11 nóvember.

Bestu óskir um gott gengi og þakkir til allra sem koma að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA setti námskeiðið kl. 18:45. Aðrir á mynd: Kristinn Andersen TF3KX og Jón Björnsson TF3PW.
Byrjunarörðugleikar (tölvumál) og nemendur hjálpa til. Kristinn Andersen TF3KX, Valdimar G. Guðmundsson, Þór Eysteinsson og Jón Björnsson TF3PW.
Mynd úr kennslustofu M117 í Háskólanum í Reykjavík 25. september. Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 1 =