SKELJANES Á MORGUN, LAUGARDAG
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á morgun, laugardag 7. október frá kl. 13:30.
Dagskráin hefst kl. 14:00 og mun Benedikt Sveinsson, TF3T mæta á staðinn og kynna Elecraft K4 sendi-/móttökustöð, sem þeir bræður Guðmundur Sveinsson, TF3SG keyptu til landsins í nóvember í fyrra (2022).
Eftir því sem best er vitað er þetta eina eintakið á landinu. K4 og K4D stöðvarnar eru nýjustu afurðir Elecraft í HF stöðvum, en K4 línan var frumsýnd á Dayton Hamvention sýningunni árið 2019 og er verðugur arftaki K3 og K3S stöðvanna.
Í K4 línunni notar Elecraft m.a. CSSB (e. Extended Single Sideband) tæknina (valkvætt) sem þekkist einnig í stöðvum frá FlexRadio. Elecraft fyrirhugar að bjóða 2 metrana og 4 metrana sem aukabúnað í K4 línuna síðar. Búist er við, að flaggskipið K4HD komi í sölu seint á þessu ári eða því næsta.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!