,

FERÐ AÐ SKÓGUM Á LAUGARDAG.

Fjarskiptasafn Sigga Harðar að Skógum verður skoðað á laugardag, 14. október. Sigurður Harðarson, TF3WS verður leiðsögumaður okkar um safnið og svarar spurningum.

Áður auglýstri brottför kl. 13 – hefur verið flýtt til kl. 10:30 frá Skeljanesi til að nýta daginn betur. Allt annað er óbreytt, þ.e. farið verður á einkabílum fá Skeljanesi. Aksturstími austur er ca. 1½ klst.

Hugmyndin er, að félagsmenn geti fengið sæti hjá öðrum og deili eldsneytiskostnaði og að 2-3 (eða fleiri) ferðist í hverjum bíl. Félagsmenn ÍRA fá 35% afslátt inn á safnið og er kostnaður 1.620 krónur á mann. Upplýsingar um safnið:  https://www.skogasafn.is/is/

Freya Café er staðsett innan Samgöngusafnsins. Kaffihúsið sérhæfir sig í heimagerðum kökum og bakkelsi ásamt úrvali af girnilegum veitingum.

Andrés Þórarinsson, TF1AM hefur með höndum skipulagningu fyrir hönd ÍRA. Félagar eru beðnir um að hafa samband við hann og tilkynna þátttöku. Gott er að vita hverjir geta tekið farþega og hverjir óska eftir að fá far. GSM sími Andrésar er 660-6560. Tölvupóstfang: TF3AM@inernet.is

Góðu ferðaveðri er spáð á laugardag. Góða skemmtun!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 9 =