,

SKELJANES LAUGARDAG 11. NÓVEMBER

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram. Næsti viðburður verður í boði laugardaginn 11. nóvember kl. 14:00.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A kemur í Skeljanes og verður með: „Fræðslu um QO-100 gervitunglið og farið í loftið frá TF3IRA“.

Ari kemur með fullkomnasta „transverter‘inn“ sem í boði er í dag:  DXpatrol „Full Duplex QO-100 Groundstation 2.0“. Hann mun sýna samtengingu við Icom IC-7100 stöð sem hann keyrir á 28 MHz – gegnum innanhúss diskloftnet úr salnum í félagsaðstöðunni.

DXpatrol tækið er ótrúlega einfalt í notkun og er búið öllu sem þarf til að komast í loftið strax. Það er t.d. með GPS loftneti sem tryggir að tíðnin helst stöðug (auk þess að lesa rétt „grid square“), hefur innbyggðan standbylgju- og aflmæli, auk þess sem hægt er að stilla loftnetsdiskinn með tækinu (ekki þarf lengur sérstakan loftnetsmæli). Ari ætlar jafnframt að kynna  „remote“ stýringu sem hentar fyrir allar nýrri Icom stöðvar. Vefslóð: https://dxpatrol.pt/produto/dxpatrol-full-duplex-qo-100-groundstation/

Eftir prófun á tækjum og búnaði í salnum er í boði kaffi og veglegt meðlæti. Síðan verður farið upp á 2. hæð og höfð sambönd frá gervihnattastöð TF3IRA. Þar býðst mönnum að hafa samband um QO-100 um allan heim og mun Ari leiðbeina.

Þess má geta, að Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A náði nýlega þeim frábæra árangri að ná sambandi við og fá staðfest, 100 DXCC einingar (lönd) um gervihnetti. Ari er þar með fyrsti íslenski radíóamatörinn sem nær þessum árangri og sá 9. á Norðurlöndum. Hamingjuóskir til Ara!

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Stjórn ÍRA.

DXpatrol “transverter’inn” er m.a. búinn 4″ snertiskjá í lit.
TF1A tók þátt í Vita- og vitaskipahelginni 2023 frá Knarrarósvita 19. ágúst s.l. um QO-100 gervitunglið. Þar prófaði hann í fyrsta skipti nýja DXpatrol “transverter’inn” sem kom frábærlega vel út. Ljósmynd: TF3VS.
Gervihnattastöð TF3IRA í Skeljanesi. Stöðin er nú í fullkomnu lagi eftir að loftnet var uppfært 22. ágúst s.l. þegar LNB var endurnýjað, auk þess sem “IceConeFeed v2“ frá Nolle var tengt. Ljósmynd: TF1A.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 2 =