FYRSTA DXCC SATELLITE VIÐURKENNINGIN
Líkt og skýrt var frá á þessum vettvangi 7. desember s.l., náði Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A þeim árangri að uppfylla kröfur fyrir útgáfu fyrstU DXCC Satellite viðurkenningarinnar á Íslandi.
Viðurkenningarskjalið sjálft hefur nú borist til Ara. Það var formlega gefið út 30. október, nr. 485 og er undirritað af forseta ARRL, Richard A. Roderick, K5UR.
Þetta er 14. DXCC viðurkenning Ara sem hafði þessar fyrir: DXCC Mixed, Phone, RTTY/Digital, 80M, 40M, 30M, 20M, 17M, 15M, 12M, 10M, DXCC Challenge og 5BDXCC.
Þess má geta, að aðeins 10 leyfishafar á Norðurlöndunum eru handhafar DXCC Satellite viðurkenningarinnar: Í Svíþjóð (6), Finnlandi (2), Noregi (1) og nú á Íslandi (1).
Innilegar hamingjuóskir til Ara með þennan frábæra árangur.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!