OPIÐ VAR Í SKELJANESI 8. FEBRÚAR
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. febrúar. Sérstakur gestur okkar var í annað sinn var Sergii „Serge“ Matlash, US5LB frá Úkraínu.
Mikið var rætt á báðum hæðum og TF3IRA var QRV á 14 MHz SSB. Umræður voru m.a. um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og aðlögunarrásir. Margir velta einnig fyrir sér kaupum á nýjum HF stöðvum og hafa hagstæð tilboðsverð erlendis þar áhrif. T.d. er nýja Yaesu FT-710 Field stöðin á 159 þúsund krónur þessa dagana, komin hingað til lands.
Einnig var rætt um fjarskipti um gervitungl og er áhugi manna er að setja upp Furuno Model KU-100 gervihnattadisk (sem félaginu var gefinn í haust) strax og vorar. Þá voru margir að vitja QSL korta hjá QSL stofunni en mikið hefur borist af kortum til TF-ÍRA QSL Bureau undanfarið.
Loks barst töluvert magn af radíódóti frá Sigurði Harðarsyni, TF3WS í hús þetta kvöld. M.a. Yaesu FT-180A stöðvar, Yaesu FTC-1525A VHF stöðvar, JVC audio búnaður, Siemens skipatæki (viðtæki), verulegt magn af radíólömpum o.m.fl. Mjög margt eigulegt og fór mikið af dótinu út þá um kvöldið. Þakkir til Sigga fyrir hugulsemina.
Alls mættu 24 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu vetrarveðri og 10 stiga frosti í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!