,

TF3W QRV Í ARRL DX CW KEPPNINNI 2024

Félagsstöðin TF3W var virkjuð í ARRL International DX CW keppninni sem fór fram 17.-18. febrúar.

Alls voru höfð 1.539 sambönd á 5 böndum. Bráðabirgðaniðurstöður (e. score before checking): 1,021,644 punktar. Keppt var í flokknum: „Multi operator, single transmitter, low power“. Viðvera í keppninni var alls 33 klst.

Eins og fram kemur í töflunni að neðan náðist ekkert samband á 160 metrum vegna þess að truflun í viðtöku var stöðug í 599+20dB (allan keppnistímann). Ljóst er, að það þarf að fara með viðtæki um húsið í Skeljanesi og út í port og í næsta nágrenni til að staðsetja truflunina sem líklega stafar frá biluðum „svitch-mode“ aflgjafa.

Í keppninni náðist samband við öll ríki í Bandaríkjunum nema HI, KL7, ND og NM. Ekki liggja fyrir upplýsingar um sambönd við fjölda fylkja í Kanada. Sérstakar þakkir fá þeir Alex TF/UT4EK og Sæmundur TF3UA fyrir að starfrækja stöðina í keppninni.

Stjórn ÍRA.

Myndin var tekin laugardaginn 17. febrúar kl. 09:20 þegar TF3W var sett í loftið. Það er Alex TF/UT4EK sem er á lyklinum.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − nine =