NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes í Reykjavík laugardaginn 16. mars. Þar sem um var að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf var ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins.
Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Í raffræði og radíótækni náðu 2 fullnægjandi árangri, einn til N-leyfis og einn til G-leyfis. Í Reglum og viðskiptum náði einn til viðbótar fullnægjandi árangri til G-leyfis en einn aðili hafði áður náð fullnægjandi árangri í reglum og viðskiptum til G-leyfis.
Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda. Eftirfarandi eru nýir leyfishafar:
Einar Sverrir Sandoz, Reykjavík – N-leyfi.
Hákon Örn Árnason, Reykjavík – G-leyfi.
Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið!
Stjórn ÍRA.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!