,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 21. MARS

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 21. mars. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz SSB og á 7 MHz CW.

Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin á böndunum, en undanfarna mánuði hafa verið hagstæð DX skilyrði á HF, enda er sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 spáð síðar á þessu ári (2024).

Rætt var um CQ WW WPX SSB keppnina sem fram fer í lok mánaðarins, en stefnt er að þátttöku frá félagsstöðinni TF3W í fleirmenningsflokki. Einnig var rætt um Páskaleika ÍRA sem í ár fara fram helgina 3.-5. maí n.k.

Sérstakur gestur kvöldsins var Einar Sverrir Sandoz, TF3ES sem stóðst próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis s.l. laugardag. Hann er þegar búinn að afla sér Icom IC-7300 HF stöðvar, mAT-40 loftnetsaðlögunarrásar frá Mat-Tuner og stangarloftnets. Við óskum Einari til hamingju með kallmerkið og bjóðum hann velkominn í loftið.

Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í rólegu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Einar Kjartansson TF3EK, Benedikt Sveinsson TF3T, Andrés Þórarinsson TF1AM, Björgvin Víglundsson TF3BOI og Jón Björnsson TF3PW.
Mathías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Einar Kjartansson TF3EK, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Jón Björnsson TF3PW.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Alex M. Senchurov TF/UT4EK (bak í myndavél), Benedikt Sveinsson TF3T og Einar Sverrir Sandoz TF3ES.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Mathías Hagvaag TF3MH og Björgvin Víglundsson TF3BOI í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Töluvert barst af radíódóti 21. mars. M.a. frá Sigurði Harðarsyni TF3WS og Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni TF3VS. M.a. mælitæki, VHF talstöðvar o.m.f. Ljósmyndir: TF1AM og TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × three =