,

UPPFÆRSLA HJÁ KORTASTOFU ÍRA

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 24. mars.

Mathías sagði, að nú væru 149 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Þar sem nýlega hafi bæst við nýir leyfishafar – eftir prófin í nóvember s.l. og fyrr í þessum mánuði – kvaðst hann vilja benda þeim á að nýtt kallmerki fái sérmerkt hólf um leið og kort byrja að berast. Hafa þurfi í huga, að kort byrji oft  ekki að berast fyrr en 6-12 mánuðum eftir að samband var haft.

Mathías nefndi, að félagsmenn geti gengið að því sem vísu þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að ný kort bíði á staðnum þar sem vitjað er um kortasendingar erlendis frá í pósthóf ÍRA sérhvern miðvikudag. Sendingar eru flokkaðar sama dag og settar í hólfin fyrir opnunartíma á fimmtudagskvöldi í Skeljanesi.

Þakkir til Mathíasar fyrir vel unnin störf.

Stjórn ÍRA.

.

Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri TF ÍRA QSL Bureau í Skeljanesi 24. mars. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + 9 =