OPIÐ HÚS Á FIMMTUDAG 13. JÚNÍ
Opið hús var í Skeljanesi fimmtudag 13. júní. Góð mæting og menn hressir.
Allir tóku eftir glæsilegri vinnu þeirra Andrésar Þórarinssonar, TF1AM, Georgs Kulp, TF3GZ og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem fyrr í vikunni tóku sig til og fóru yfir gólfið í salnum með sérstökum vélbúnaði sem hreinsaði og bónaði gólfdúkinn sem nú er eins og nýr á að líta. Þakkir góðar til þeirra félaga.
Sérstakur gestur okkar var Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK sem færði ÍRA Motorola DR300 UHF endurvarpa að gjöf frá klúbbi sínum í Finnlandi (OH2CH). Sérstakir þakkir til Erik og var hann beðinn fyrir góðar þakkir til félaganna heima í Finnlandi.
Mikið var rætt um böndin og DX‘inn, 6 metrana og VHF/UHF leikana sem verða haldnir 6.-7. júlí n.k. Mikið var rætt um 10 metra bandið sem hugmyndin er að verði bætt við í leikunum til.
Rætt um nýja búnaðinn sem Georg Kulp, TF3GZ er að setja upp til að gera félögum úti á landi kleift að nota 2 m. bandið. Pier Kaspersma, TF3PKN sem er áhugasamur um þessa tækni kemur einnig að málinu. Rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem verður haldin 28.-30. júní n.k.
Frábært kaffi hjá Sveini Goða Sveinssyni, TF3ID og „Pound Cake“ & karamelluklossarnir frá Costco líkuðu vel. Alls voru 26 félagar og 3 gestir í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!