,

OPIÐ VERÐUR Í SKELJANESI 27. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 27. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Ralf Doerendahl, HB9GKR heimsækir okkur í Skeljanes og flytur erindi í máli og myndum um SOTA (Summits On The Air) virkni, m.a. frá hálendinu við Landmannalaugar og Þórsmörk. Erindi hans hefst kl. 20:30.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Ralf er mikill áhugamaður um SOTA (Summits On The Air) verkefnið og hefur m.a. farið í ferðir á fjöll hérlendis með Yngva Harðarsyni, TF3Y. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − three =