Fyrirhugað er að næsta námskeið ÍRA til undirbúnings fyrir amatörpróf verði haldið haustið 2024, enda náist lágmarksfjöldi þátttakenda.

Námskeiðið tekur 6 vikur og er stefnt að því að byrja í september og enda með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í lok október.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í Háskólanum í Reykjavík á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.

Upplýsingar verða fljótlega birtar á heimasíðu ÍRA, www.ira.is eða í síðasta lagi 15. ágúst n.k.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Reykjavík 2. ágúst 2024,

Stjórn ÍRA.

Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík 11. nóvember 2023.