NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS
Næsta námskeið ÍRA til undirbúnings fyrir amatörpróf verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 16. september til 29. október 2024.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur og er stefnt að því að enda með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, laugardag 2. nóvember.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Námskeiðsgjald er 24.500 krónur.
Hægt er að skrá þátttöku hér: https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/
Dagskrá námskeiðsins er hér: DAGSKRÁ
Tekið verður á móti þátttökugjöldum frá og með 2. september n.k.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið ira@ira.is
Upplýsingar um skipulag, náms- og kynningarefni verða birtar á þessum vettvangi fljótlega.
Stjórn ÍRA.