,

OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 12. SEPT.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. september. Sérstakur erlendur gestur okkar var Tim Price, G4YBU frá Epson í Surrey á Englandi. Tim er CW maður og hefur einnig ánægju af SOTA vinnu. Hann var yfir sig hrifinn af aðstöðu félagsins í Skeljanesi.

Annar gestur okkar var Sverrir Sighvatsson, TF2HC sem kom í fylgd afastráks. Einar Sandoz, TF3ES tók að sér að „prógrammera“ nýja VHF/UHF stöð sem hann kom með á staðinn. Einnig hjálpaði Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID með stillingar á rafmagnsmorslykli sem hann var í vandræðum með.

Einn gestur til viðbótar var Guðjón Gíslason, sem mætti til að kynna sér áhugamálið og verður hann sá 21. sem er skráður á námskeiðið. Guðjón er vélstjóri að mennt. Loks mætti Lárus Baldursson, TF3LB með mikið af dóti, eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Ég ætla koma með fullt af gömlum amatöra bókum og talstöðvum ef einhver nýliði hefur áhuga á gömlu dóti 🙂“.

Alls mættu 24 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu haustveðri og 6°C í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 12. september. Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA og Tim Price G4YBU.
Einar Sandoz TF3ES, Ríkharður Þórsson og Sverrir Sighvatsson TF2HC ræða málin.
Afastrákur TF2HC og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID athuga með stillingar á rafmagnsmorslykli Sverris.
Bernhard M. Svavarsson TF3BS og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Mathías Hagvaag TF3MH og Guðjón Gíslason. Guðjóni fannst mikið til koma um fjarskiptaherbergi TF3IRA og TF-ÍRA QSL Bureau.
Andrés Þórarinsson TF1AM og Heimir Konráðsson TF1EIN.
Lárus Baldursson TF3LB fyrir utan fjarskiptaherbegi TF3IRA.
TF3LH kom færandi hendi: Bónuspokarnir tveir og kassinn til hægri. Ekki var búið að taka sendinguna upp til að raða bókum og radíódóti þegar myndin var tekin. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − 7 =