,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 3. OKTÓBER.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 3. október.

Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Opið á báðum hæðum og kaffiveitingar. Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð bæði á morsi og tali á 14 MHz í ágætum skilyrðum. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ/PA2EQ sem stundar háskólanám í Hollandi.

Rætt var m.a. um CQ WW RTTY keppnina sem fram fór 28.-29. september s.l. Þeir félagar, Ársæll Óskarsson, TF3AO, Georg Magnússon, TF2LL og Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN virkjuðu kallmerkið TF2R frá QTH TF2LL í Borgarfirði. Fjöldi sambanda var um 2.500 og fjöldi stiga var nær 3 milljónir. Keppt var í Multi-Op One, High, Assisted flokki. Ársæll sagði okkur m.a. frá áhugaverðum skilyrðunum í keppninni.

Einnig var rætt um HF stöðvar, m.a. nýju Icom IC-7760 200W HF stöðina, nýju FlexRadio 8000 línuna, Elecraft K4 línuna og nýju Yaesu QRP stöðina á HF, VHF og UHF, gerð FTX-1F (sem kemur í stað FT-818ND). Einnig var rætt um HF og VHF loftnet, m.a. stangarloftnet fyrir lægri böndin og „Beverage“ loftnet fyrir viðtöku á lægri böndunum.

Alls mættu 23 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Benedikt Sveinsson TF3T, Ársæll Óskarsson TF3AO, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Georg Kulp TF3GZ og Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél).

Benedikt Sveinsson TF3T, Ársæll Óskarsson TF3AO og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Sverrir Sighvatsson TF3HC, Einar Sandoz TF3ES, afastrákur TF2HC og Einar Kjartansson TF3EK.
Sverrir Sighvatsson TF2HC, Kristján Benediktsson TF3KB, Einar Sandoz TF3ES og afastrákur TF3HC.
Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Kristján Benediktsson TF3KB.
Eiður Magnússon TF1EM og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Andrés Þórarinsson TF1AM og Ramón (gestur) í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Nýju Bravilor kaffibrúsar félagsins voru vígðir þetta fimmtudagskvöld og töluðu menn um að í annan tíma hafi kaffið ekki bragðast jafn vel. Til upplýsingar skal þess getið að í boði var „Qualita Rossa“ kaffi frá Lavazza þetta opnunarkvöld. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + eighteen =