NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HÁLFNAÐ
Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 16. september s.l. var hálfnað í gær, mánudag 7. október. Þá var 10. kennslukvöldið (af 20) í umsjón Yngva Harðarsonar, TF3Y.
Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í staðnámi. Samanlagt eru 23 skráðir, þar af 19 á námskeiðið og 4 í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis. Þann 29. október verður síðasta kennslukvöldið. Kennarar eru alls 10 frá félaginu.
Þess má geta, að opið verður til 25. október n.k. fyrir skráningu í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík 2. nóvember n.k. Póstfangið er: ira@ira.is
Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!