,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 17. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 17. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Hugmyndin er, að þeir hittist kl. 20:30 sem hafa áhuga á DMR fjarskiptum (Digital Mobile Radio) en stjórn félagsins samþykkti nýlega að standa fyrir uppsetningu DMR endurvarpa í Skeljanesi. Upplýsingar um DMR má sjá í ágætu erindi sem Erik Finskas OH2LAK/TF3EY flutti í Skeljanesi í mars 2019:  http://dy.fi/vof

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Erik Finskas OH2LAK/TF3EY 13. júní s.l. þegar hann færði ÍRA Motorola DR300 UHF endurvarpa að gjöf frá klúbbi sínum í Finnlandi (OH2CH). Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + 17 =