OPIÐ VAR Í SKELJANESI 17. OKTÓBER
Opið var í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 17. október.
Í fundarsal fóru fram óformlegar umræður, m.a. um DMR fjarskipti (Digital Mobile Radio) en stjórn félagsins samþykkti nýlega að standa fyrir uppsetningu DMR endurvarpa í Skeljanesi (sem félagið fékk að gjöf frá Finnlandi).
Til að undurbúa þær umræður, lágu frammi prentuð eintök af glærum Erik Finskas, OH2LAK/TF3EY frá erindi sem hann flutti í Skeljanesi vorið 2019. Í glærunum koma fram fróðlegar upplýsingar um DMR, vefslóð: https://onedrive.live.com/?authkey=%21AHYrwN21juFt5p0&id=B76BB14D3F52BFF4%2170754&cid=B76BB14D3F52BFF4&parId=root&parQt=sharedby&o=OneUp
.
Sérstakir gestir okkar voru radíóamatörar frá Slóveníu, Simon Pribec, S54MI; Luca Hrvatin, S53CL; og Agar Gorecan, S56RGA. Þeir eru búsettir í hafnarborginni Koper í suðvesturhluta Slóvenínu og eru félagar í „Klub Jardan Kooper; S59CST/S58W“.
Þeir ferðuðust m.a. um hringveginn og voru mjög hrifnir af náttúru landsins. Þeir höfðu meðferðis HF stöð og búnað og einnig fyrir QO-100 gervitunglið, en útveguðu sér diskloftnet hér á landi sem þeir síðan gáfu félaginu til að ráðstafa þegar þeir kvöddu í gærkvöldi.
Alls mættu 16 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í haustblíðu og logni í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!