,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember kl. 10:00 árdegis. Alls þreyttu 14 prófið. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax og þær liggja fyrir.

Af alls 24 þátttakendum sem ýmist voru skráðir á námskeið félagsins í haust (19) eða eingöngu í próf (5) mættu 14 á prófstað eða tæplega 60%.

Námskeið til amatörprófs er stærsta verkefni sem ÍRA tekst á hendur hverju sinni. Sérstakar þakkir til allra sem gerðu námskeiðshald félagsins haustið 2024 mögulegt.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember. Kristinn Andersen TF3KX formaður Prófnefndar ÍRA dreifir prófblöðum við upphaf prófsins.
Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember 2024. Alls þreyttu 14 prófið. Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × four =