UPPHAF ÚTVARPS Á ÍSLANDI.
Sigurður Harðarson, TF3WS hefur uppfært eldra efni um upphaf útvarps á Íslandi og gefið út í nýjum bæklingi. Bæklingurinn er 100 ára saga útvarps á Íslandi og hefur fengið nýtt nafn og breyst mikið með nýjum upplýsingum, En fyrsta formlega útsending útvarpsstöðvar hér á landi var 18. mars 1926.
Siggi segir m.a. „Í þessari nýju útgáfu er miklu nákvæmari lýsing á hvernig staðið var að uppsetningu fyrstu stöðvanna og t.d. saga Gook á Akureyri og fleira“. Vefslóð: http://www.ira.is/tf3ws-upphaf-utvarps-a-islandi/
Bæklingurinn er allur hinn glæsilegasti og er alls 43 bls. að stærð, vel myndskreyttur og má m.a. sjá efni sem birtist í 2. tbl. CQ TF 2018 og endurprentun greinar Sigurbjörns Þórs Bjarnasonar, TF3SB þáverandi ritstjóra CQ TF: „Loftskeytastöðin á Melunum“ en stöðin átti einmitt 100 ára afmæli 2018. Þakkir til Sigga Harðar að taka saman þetta áhugaverða efni.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!