,

FRÉTTIR ÚR Í SKELJANESI.

Nýlega lauk 3. áfanga í þrifum á húsnæðinu í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Nú hafa efri hæðirnar tvær verið teknar, til viðbótar við fundarsal og eldhús. Mikill munur er þegar dúkurinn hefur verið þrifinn og borið á hann sérstakt gólfbón og er hann nú eins og nýr.

Þá hafa verið lagðar 18 gangstéttarhellur út frá innganginum í Skeljanes og er mikill munur nú þegar ganga má á blankskóm inn í félagsaðstöðuna, jafnvel í mikilli rigningartíð.

Georgs Kulp, TF3GZ og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sáu um gólfþrifin með vélakosti og efnum sem Sveinn Goði lagði til verksins. Georg Kúlp lagði síðan hellurnar sem fengust við afslætti hjá fyrirtækinu Bauhaus

Innilegar þakkir til þeirra félaga fyrir dýrmætt vinnuframlag sem skiptir máli fyrir félagsmenn og gesti sem heimsækja félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Stjórn ÍRA.  

Skemmtileg mynd sem sýnir ganginn inn að fjarskiptaherbergi TF3IRA.
18 hellur lagðar að inngangnum að Skeljanesi. Ganga má á blankskóm inn í húsið, jafnvel í rigningartíð. Ljósmyndir: TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =