,

Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra

Á aðalfundi félagsins 23. maí s.l. kom fram áskorun þess efnis að félagið færðist í hendur það verkefni að gefa út þýðingu Vilhjálms Sigurjónssonar, TF3VS, á bók þeirra ON4UN og ON4WW: „Ethics and operating procedures for the radio amateur”. Á stjórnarfundi þann 7. júlí var samþykkt að ráðast í verkefnið og að undangengnu útboði var gengið til samninga við Prentsmiðjuna Odda.

Prentun lauk 13. ágúst s.l. og sama dag tók Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, á móti fyrsta eintaki bókarinnar „Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra” fyrir hönd félagsins. Ljósmyndin er tekin við það tækifæri í prentsmiðjusal Odda. Það er Jón Orri Guðmundsson viðskiptastjóri Odda sem afhendir Vilhjálmi fyrsta eintakið í viðvist nokkurra stjórnarmanna. Bókin er í alla staða hin glæsilegasta og alls 72 bls. að stærð. Ákveðið hefur verið að bókin verði félagsmönnum til afhendingar, þeim að kostnaðarlausu.

Reykjavík ÍRA TF, Siðfræði og samskiptasiðir Amatöra.
Guðmundur Sveinsson, Jón Orri guðmundsson hjá Odda, Vilhjálmur Sigurjónsson Þýðandi, Jónas Bjarnason og Erling Guðnason.

Reykjavík ÍRA TF, Siðfræði og samskiptasiðir Amatöra.
Guðmundur Sveinsson, Jón Orri guðmundsson hjá Odda, Vilhjálmur Sigurjónsson Þýðandi, Jónas Bjarnason og Erling Guðnason.

 

TF3JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + ten =