,

Loksins kom gott veður…

Verkefnið undirbúið. Frá vinstri: TF3IGN, TF3PPN, TF3AO og TF3SG.

Loksins kom gott veður í Reykjavík og hentugur tími (sunnudaginn 1. nóvember 2009) til að ljúka þeirri vinnu við SteppIR loftnetið sem hófst fyrir réttum 2 mánuðum, þ.e. 30. ágúst s.l. Í dag var straumsnúran fyrir Alfa Spid rótorinn endurnýjuð og hún spennt eftir nýjum burðarstreng í nokkurri fjarlægð frá þeim eldri (en fæðilínan og straumsnúran fyrir SteppIR loftnetið deila áfram eldri burðarstrengnum). Nýtt fyrirkomulag tryggir, að truflanir sem áður voru vegna nálægðar straumsnúranna og fæðilínunnar, hverfa. Hustler 6BTV margbanda loftnetsstöngin var jafnframt yfirfarin. Niðurstaða dagsins: Vel heppnað verk, góður félagsskapur og SteppIR loftnetið nú að fullu nothæft. (TF2JB og Gunnar Svanur Hjálmarsson tóku ljósmyndir).

TF3AO gætir að ástandi 6BTV margbanda loftnetsstangarinnar.

TF3SNN og TF3BG strekkja nýja burðarstrenginn í samvinnu við TF3AO og TF3PPN.

TF3PPN uppi í turninum og TF3SNN í stiga við skorsteininn.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 4 =