Niðurstöður CQ WW RTTY DX keppninnar 2009
Í maíhefti CQ Magazine eru birtar niðurstöður úr CQ WW RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 27.-29. september 2009. Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu sex stöðvar inn keppnisdagbækur.
Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 650,250 stig. Að baki þeim árangri voru alls 1,134 QSO, 42 svæði (e. zones), 61 DXCC eining (e. entities) og 61 fylki/ríki í USA og Kanada. TF3AO og TF3PPN voru einnig með mjög góðan árangur hvor í sínum keppnisflokki.
Fyrri dag keppninnar voru skilyrði ágæt en siðari daginn léleg, eða eins og Andrés, TF3AM, orðar það í blaðinu: “Saturday was good with up to 80 Q/h. But Sunday, very early morning, and ongoing most of the day the conditions were bad and most stations were marginal copy”.
Keppnisflokkur | Kallmerki | Árangur | QSO | Svæði | DXCC | US/VE | Skýringar |
Öll bönd | TF3AM* | 650,250 | 1134 | 147 | 42 | 61 | Hámarks útgangsafl |
Öll bönd | TF3GC | 51,875 | 271 | 42 | 15 | 26 | Hámarks útgangsafl |
Öll bönd (A) | TF3AO* | 523,260 | 1031 | 138 | 38 | 52 | Hámarks útgangsafl, aðstoð |
Öll bönd (L) | TF3PPN* | 416,962 | 924 | 125 | 32 | 46 | Mest 100W útgangsafl |
Öll bönd (L) | TF3IGN | 21,420 | 166 | 43 | 17 | 0 | Mest 100W útgangsafl |
14 MHz (L) | TF3G* | 53,176 | 259 | 53 | 13 | 26 | Mest 100W útgangsafl |
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.
Hamingjuóskir til allra þátttakenda.
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!