,

Niðurstöður úr CQ WW DX SSB keppninni 2009

Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur í keppninni.

Í ágústhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX SSB keppninni sem fram fór dagana 30.-31. október 2009. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu átta stöðvar inn keppnisdagbækur.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki (á öllum böndum) og í heild, eða 311,131 stig. Að baki þeim árangri voru 1,175 QSO, 40 svæði (e. zones) og 201 DXCC einingar (e. entities). Aðrir þátttakendur voru með ágætan árangur í sínum keppnisflokkum, einkum Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, sem keppti á 14 MHz og var með 182,406 stig. Að baki þeim árangri voru 813 QSO, 29 svæði og 72 DXCC einingar, sbr. meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur QSO CQ svæði DXCC einingar Skýringar
Öll bönd TF3AM* 311,131 1,175 40 201 Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF3CW 27,840 334 14 66 Hámarks útgangsafl
Öll bönd (A) TF3DC 11,259 98 19 62 Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (L) TF8GX* 85,084 316 43 135 Mest 100W útgangsafl
14 MHz TF3ZA* 182,406 813 29 72 Hámarks útgangsafl
14 MHz (L) TF3G 3,471 66 7 32 Mest 100W útgangsafl
21 MHz TF3AO* 15,235 248 14 41 Hámarks útgangsafl, aðstoð
1.8 MHz TF3SG* 4,800 97 8 40 Hámarks útgangsafl

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

Til skýringar: Í keppnisflokknum “Öll bönd” er lokaniðurstaðan summa þess árangurs sem náðst hefur á öllum böndum. Það er ástæða þess að TF8GX er t.d. skráður með alls 43 CQ svæði. Það sama á við um aðrar upplýsingar, þ.e. fjölda QSO’a og fjölda DXCC eininga. M.a. af þessari ástæðu er ekki raunhæft að bera saman niðurstöður á milli einstakra keppnisflokka.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + thirteen =