,

Erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar

Stjórn Í.R.A. sendi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar í dag, 30. desember, með ósk um framlengingu á núgildandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra, en núgildandi heimild frá 25. janúar s.l. rennur út 31. desember. Í annan stað, fer félagið þess á leit við stofnunina, að íslenskir leyfishafar fái heimild til að nota fullt afl, 1000W, í tíðnisviðinu í alþjóðlegum keppnum á árinu 2011.

Í gögnum sem fylgja erindinu, kemur m.a. fram að Post- og teletilsynet heimilar norskum leyfishöfum aðgang að öllu tíðnisviðinu á 160 metrum á fullu afli (1000W) í alþjóðlegum keppnum. Ennfremur kemur fram, að a.m.k. Belgía, Hvíta Rússland, Slóvakía, Tékkland og Spánn veita sínum leyfishöfum verulega aukið afl (allt að 3kW) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum.

Stjórn Í.R.A. gerir sér væntingar um jákvæð viðbrögð stofnunarinnar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × four =