Námskeið til amatörréttinda hefst 7. mars n.k.
Ákveðið hefur verið að Í.R.A. standi fyrir námskeiði til amatörréttinda sem haldið verður í Reykjavík á tímabilinu frá
7. mars til 11. maí n.k. Námskeiðinu lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun laugardaginn 14. maí.
Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig geta gert það til 28. febrúar n.k. (sjá annars staðar á heimasíðunni).
Í.R.A. efnir til sérstaks kynningarkvölds miðvikudaginn 2. mars n.k. kl. 20:00 í félagsaðstöðunni við Skeljanes.
Þar verður fyrirkomulag námskeiðsins nánar kynnt og leiðbeinendur verða til svara um einstaka hluta þess. Miðað er við að
dagskránni ljúki um kl. 21. Þangað er öllum frjálst að mæta og mun félagið bjóða upp á kaffiveitingar.
Skólastjóri námskeiðsins er Kjartan H. Bjarnason verkfræðingur, TF3BJ. Hann er reyndur leyfishafi og hefur sinnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!