,

Skólabíll með Gufunesstöð

Skólabíll í eigu Steingríms Hjartarsonar.

Með þessum fór ég í skólann í ófá ár. Oft í slæmu veðri eða mikilli ófærð var hnoðast áfram í þessum Rússa útbúnum dílsel vél úr Datshun. Alvöru olíumiðstöð hélt á manni sjóðhita.

Þó CB stöðvar hefði verið út um allt þá þótti manni rosalega merkilegt að sjá þessa risa stöð sem var plantað ofan á mælaborðið. Þó Yaesu gamli hefði búið hana til gekk hún einfaldlega undir nafninu Gufunesstöðin. Steingrímur smíðaði festingar fyrir loftnetið og fyrir vikið varð loftnetið einkennismerki þessa skólabíls. Þó ég hafi átt handstöð sem bar nafnið Handic þegar ég var lítill vill ég meina að þetta sé fyrsta alvöru stöðin sem ég komst í tæri við.

Þessi stöð þótti mikið öryggistæki sérstaklega fyrir skólaakstur en svo “leystu” NMT símarnir þessar græjur af hólmi fljótlega upp úr 1986 minnir mig.

Myndin hér fyrir ofan er tekin um 1985. Þetta er hjá Laugum í Sælingsdal og var allt í kafi í snjó, íbúðarhús sem skóli. Bílar fundust meira að segja með vorinu. Það var gaman að vera lítil og skrattast í þessum snjó og er ein minningin sterk þegar við vorum að fara í skólann og það var ný búið að moka. Þá keyrðum við í gegnum göng eftir snjóblásara með fleiri metra háa snjó veggina sitthvoru megin. Aðeins toppurinn á loftnetinu stóð upp úr.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × four =