Vetrardagskráin fyrir október-desember er komin.
Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Samkvæmt áætluninni er alls 21 viðburður í boði; þar af átta erindi. Meðal nýjunga, má nefna hvað varðar árlegan söludag að hausti (flóamarkað), að nú verður félagsmönnum boðið að skrá sendi-/móttökustöðvar og verðmeiri búnað fyrirfram og síðan verður listinn birtur til kynningar á netinu með ca. viku fyrirvara. Fyrirkomulag verður sérstaklega kynnt innan tíðar. Þá má nefna ánægjulega nýjung, sem er liðsstyrkur frá Póst- og fjarskiptastofnun, en Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá stofnuninni mun koma og flytja erindi í félagsaðstöðunni í desember n.k. Þá má nefna kynningardaga sem eru í boði til að kynna gervihnattafjarskipti frá TF3IRA og upprifjun og kynningar á keppnisforritunum “WinTest” og “WriteLog”. Svokallaðar „sunnudagsopnanir” eru nú tvöfalt fleiri en áður, eða fjórar og verður fyrsta sunnudagsopnunin þann 20. nóvember. Að þessu sinni koma alls 17 félagsmenn beint að dagskránni og eru þeim færðar bestu þakkir. Það er Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, varaformaður félagsins, sem stjórnaði verkefninu og er honum færðar sérstakar þakkir fyrir vel skipulagða og áhugaverða vetrardagskrá.
O K T Ó B E R | |||||
Mán.- og vikudagur | Viðburður | Heiti erindis/upplýsingar | Fyrirlesari/leiðbeinandi | Tímasetning | Skýringar/annað |
---|---|---|---|---|---|
6. okt.; fimmtudagur | Afh. viðurkenninga | Afhending viðurkenninga í TF útileikunum 2011 | Bjarni Sverrisson, TF3GB | 20:30-21:15 | Kaffiveitingar |
13. okt.; fimmtudagur | Erindi | „Faros”; sjálfvirk vöktun HF-skilyrða með radíóvitum | Kristinn Andersen, TF3KX | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
15. okt.; laugardagur | Hraðnámskeið | Upprifjun á notkun „Win-Test” keppnisforritsins | Yngvi Harðarson, TF3Y | 10:00-12:00 | Kaffiveitingar |
16. okt.; sunnudagur | Söludagur | Félagsmenn kaupa/selja tæki/búnað (uppboð kl. 14:00) | Uppboðshaldari: Vilhjálmur, TF3VS | 13:00-15:00 | Léttar veitingar (kaffi, gos) |
20. okt.; fimmtudagur | Erindi | JX50 DX-leiðangurinn sumarið 2011 í máli og myndum | Jón Erlingsson, TF3ZA | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
22. okt.; laugardagur | Kynningardagur | DX-sambönd um gervitungl; sýnikennsla frá TF3IRA | Benedikt Sveinsson, TF3CY | 14:00-17:00 | Kaffiveitingar |
27. okt.; fimmtudagur | Erindi | Merki og mótun | Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
N Ó V E M B E R | |||||
Mán.- og vikudagur | Viðburður | Heiti erindis/upplýsingar | Fyrirlesari/leiðbeinandi | Tímasetning | Skýringar/annað |
3. nóv.; fimmtudagur | Erindi | „EzNEC” loftnetsforritið og notkunarmöguleikar þess | Guðmundur Löve, TF3GL | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
10. nóv.; fimmtudagur | Opið hús | Kaffi á könnunni | Almennar umræður | 20:00-22:00 | Almennt opnunarkvöld |
12. nóv.; laugardagur | Kynningardagur | DX-sambönd um gervitungl; sýnikennsla frá TF3IRA | Benedikt Sveinsson, TF3CY | 14:00-17:00 | Kaffiveitingar |
17. nov.; fimmtudagur | Erindi | Neyðarfjarskipti radíóamatöra | Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
19. nóv.; laugardagur | Hraðnámskeið | „WriteLog” keppnisforritið | Yngvi Harðarson, TF3Y | 10:00-12:00 | Kaffiveitingar |
20. nóv.; sunnudagur | Sófaumræður | Sambönd á stafrænum tegundum útgeislunar (RTTY) | Ásæll Óskarsson, TF3AO | 10:30-12:00 | Kaffiveitingar; 1. sunnudagsopnun |
24. nóv.; fimmtudagur | Heimildarmynd | DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M | Guðmundur Sveinsson, TF3SG | 20:30-21:15 | Kaffiveitingar |
27. nóv.; sunnudagur | Sófaumræður | Íslenska reglugerðin | Jónas Bjarnason, TF2JB | 10:30-12:00 | Kaffiveitingar; 2. sunnudagsopnun |
D E S E M B E R | |||||
Mán.- og vikudagur | Viðburður | Heiti erindis/upplýsingar | Fyrirlesari/leiðbeinandi | Tímasetning | Skýringar/annað |
1. des.; fimmtudagur | Erindi | Viðurkenningaskjöl radíóamatöra | Jónas, TF2JB og Guðlaugur, TF8GX | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
4. des.; sunnudagur | Sófaumræður | Að gera upp gömul lampatæki | Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB | 10:30-12:00 | Kaffiveitingar; 3. sunnudagsopnun |
8. des.; fimmtudagur | Erindi | Geislunarhætta í tíðnisviðum radíóamatöra | Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá PFS | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
11. des.; sunnudagur | Sófaumræður | Fæðilínur og skyldir hlutir | Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA | 10:30-12:00 | Kaffiveitingar; 4. sunnudagsopnun |
15. des.; fimmtudagur | Erindi | Smíði loftneta á VHF/UHF og endurvarpamál | Benedikt, TF3TNT og Guðjón, TF3WO | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
Dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytingar.
Breytingar frá auglýstri dagskrá verða settar á heimasíðu félagsins með eins miklum fyrirvara og frekast er unnt.
Fyrirspurnir/upplýsingar: Kjatan H. Bjarnason, TF3BJ, tölvupóstfang: “kjartan hjá skyggnir.is”.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!