Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL
Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 3. nóvember.
Hann sagði frá og útskýrði tölvuforritið EZNEC sem “hermir” eftir virkan loftneta. Hann fór vel yfir virkni forritsins með því
að taka dæmi um nokkrar grunngerðir loftneta, s.s. tvípóla, lóðréttra stangarneta, Windom neta o.fl.
Guðmundur sýndi m.a. áhrif fjarlægðar yfir mismunandi leiðandi jörð, áhrif staðsetningar (bæði fyrir lóðréttar stangir og
tvípóla) og ræddi m.a. mismunandi fjölda radíala samanborið við staðsetningu stangarnets á húsþaki.
Að sögn Guðmundar eru fleiri forrit eru aðgengileg radíóamatörum sem herma eftir virkni loftneta, en EZNEC hefur náð
hvað mestri útbreiðslu, sem er vel skiljanlegt eftir að hafa séð hversu aðgengilegt forritið er og þá möguleika sem það
býður. Höfundur EZNEC er Roy W. Lewallen, W7EL. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL, fyrir vel heppnaða og áhugaverða kvöldstund. Ennfremur Ara Þórólfi fyrir
heimabakaða kaffimeðlætið.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!