Sendingar frá TF1RPB liggja niðri
Endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, hefur verið úti í nokkurn tíma. Ástæða þess er, að stagfesta fyrir burðarstaur loftnetsins við stöðina mun hafa gefið sig og hann fallið til jarðar. Staurinn mun þó hafa fallið á “réttu” hliðina, þ.e. þannig að loftnetið er óskemmt.
Að sögn Þórs Þórissonar, TF3GW, kom þetta í ljós þegar Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, fór á staðinn í byrjun vikunnar. Þess má geta til viðbótar, að þannig háttar til að ekkert undirlendi er á staðnum og var staurinn festur á stálplötu sem var boruð ofan í klöppina og sáu stögin þannig alfarið um að halda honum lóðréttum (sbr. meðfylgjandi ljósmynd).
Þegar þessar línur eru skrifaðar eru unnið að því að gera TF1RPB QRV á ný. Vonir standa til að það takist innan tíðar, a.m.k. til bráðabirgða. Stjórn Í.R.A. þakkar aðkomu þeirra Guðmundar Sigurðssonar TF3GS, Þórs Þórissonar, TF3GW og Sigurðar Harðarsonar, TF3WS að málinu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!