,

Auknar líkur á nýju 600 metra amatörbandi

Myndin er af heimasmíðuðum 100W mors sendi André V. Kestleloot, N4ICK, sem vinnur í 500 kHz tíðnisviðinu.

Auknar líkur eru nú á að nýtt 600 metra amatörband í tíðnisviðinu 472-480 kHz verði að veruleika á WRC-12 tíðni-
ráðstefnunni sem haldin verður í Genf í byrjun næsta árs.

Skýrt var frá stöðu þessa máls (eins og það stóð þá) á þessum vettvangi þann 5. október s.l. Nú er því við að bæta,
að á fundi undirbúningsnefndar CEPT ríkjanna 48 sem haldinn var dagana 1.-4. nóvember s.l., var samþykkt samhljóða
að mæla með úthlutun þessa 8 kHz bands til radíóamatöra á WRC-12 ráðstefnunni samkvæmt svokallaðri “ECP sam-
þykkt” (European Common Proposal). Staða þessa máls í dag er því sú að tryggt hefur verið að tillagan um nýtt amatör-
band á 600 metrum verður tekin á dagskrá á WRC-12.

Það var Colin Thomas, G3PSM, sem var í forsvari fyrir málið f.h. IARU Svæðis 1 á undirbúningsfundinum sem lauk í gær
í Ungverjalandi. Þess má geta að Colin er jafnframt stjórnarmaður í framkvæmdanefnd Svæðis 1.

_______________

Rifja má upp, að íslenskir leyfishafar fengu fyrst heimild til að vinna á 600 metrum (á víkjandi grundvelli) 19. febrúar 2010,
út það ár. Heimildin var síðan endurnýjuð þann 13. desember 2010 og gildir hún út árið 2012. Heimilað tíðnisvið er 493-
510 kHz. Nánari umfjöllun um 600 metra bandið má sjá í 1. tbl. CQ TF 2011 (bls. 26).


Vefslóð með upplýsingum um 100W sendi André, N4ICK: http://www.500kc.com/N4ICK/index.htm

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 11 =