AÐALFUNDUR 2022 Á SUNNUDAG
Aðalfundur ÍRA 2022 verður haldinn sunnudaginn 20. febrúar í innri fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00.
Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.
Í ljósi gildandi tilslakana stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins verður grímunotkun valkvæð þar sem uppsetning í fundarsal miðast við a.m.k. 1 metra fjarlægð á milli félagsmanna.
Afhending verðlauna og viðurkenninga vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021 fer fram á fundinum sbr. upplýsingar neðar.
Fyrir hönd stjórnar,
Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.
———————————-
PÁSKALEIKAR ÍRA 2021.
1. sæti. Verðlaunagripur: Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.
2. sæti. Verðlaunagripur: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
3. sæti. Verðlaunagripur: Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN.
VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2021.
1. sæti.Verðlaunagripur: Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.
2. sæti. Verðlaunagripur: Magnús Ragnarsson, TF1MT.
3. sæti. Verðlaunagripur: Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM.
Verðlaunaskjal fyrir bestu ljósmyndina í leikunum: TF1MT.
Verðlaunaskjal fyrir skemmtilegustu færsluna í leikunum: TF1MT.
TF ÚTILEIKAR ÍRA 2021.
1. sæti. Verðlaunaplatti og verðlaunaskjal: Andrés Þórarinsson, TF1AM.
2. sæti. Viðurkenningarskjal: Einar Kjartansson, TF3EK.
3. sæti. Viðurkenningarskjal: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
4. sæti. Viðurkenningarskjal: Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA.
5. sæti. Viðurkenningarskjal: Eiður K. Magnússon, TF1EM.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!