,

Aðalfundur á morgun kl 20 í Faxafeni

Annað kvöld höldum við aðalfund ÍRA í sal TR í Faxafeni 12, Skeifunni Reykjavík. Fundurinn byrjar klukkan 20.

Í lögum ÍRA segir að á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir:

  1. Kosinn fundarstjóri.
  2. Kosinn fundarritari.
  3. Könnuð umboð.
  4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
  5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
  6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.
  7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
  8. Lagabreytingar.
  9. Stjórnarkjör.
  10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
  11. Ákvörðun árgjalds.
  12. Önnur mál.

Engar tillögur um breytingu á lögum bárust og stjórnin leggur til óbreytt félagsgjald.

Við minnum á að umboð gilda ekki til sjórnarkjörs og við minnum embættismenn félagsins á að gefa skýrslu um sín störf í þágu félagsins, ef einhver hafa verið á starfsárinu.

fh stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − 16 =