Aðalfundur á morgun kl 20 í Faxafeni
Annað kvöld höldum við aðalfund ÍRA í sal TR í Faxafeni 12, Skeifunni Reykjavík. Fundurinn byrjar klukkan 20.
Í lögum ÍRA segir að á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir:
- Kosinn fundarstjóri.
- Kosinn fundarritari.
- Könnuð umboð.
- Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
- Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
- Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.
- Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Stjórnarkjör.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
- Ákvörðun árgjalds.
- Önnur mál.
Engar tillögur um breytingu á lögum bárust og stjórnin leggur til óbreytt félagsgjald.
Við minnum á að umboð gilda ekki til sjórnarkjörs og við minnum embættismenn félagsins á að gefa skýrslu um sín störf í þágu félagsins, ef einhver hafa verið á starfsárinu.
fh stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!