,

Aðalfundur ÍRA 2013

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 18. maí 2013.

Fundur hófst kl. 13:10 og var slitið kl. 16:50.

Mættir voru 24.

Fundarritari: TF3BJ.

TF3JB setur fundinn kl 13:10. Bíður hann fundarmenn velkomna og er síðan gengið til dagsskrár samkvæmt 18. Gr félagslaga Í.R.A.

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

TF3KX var kosinn fundarstjóri.

2. Kosinn fundarritari

TF3BJ fundarritari.

3. Könnuð umboð

Fundarstjóri kallaði eftir umboðum en engin komu fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði

Engar athugasemdir voru gerðar við fundargerð síðasta aðalfundrar og telst hún því samþykkt.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Skýrsla formanns. -13:30

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

TF3DX prófnefnd

Námsefni

Merki og mótun

Vandaður frágangur

TF3KB IARU tengiliður

TF3KX ritstjóri

TF3JA neyðarfjarskipti

TF3TNT stöðvar/VHF stjóri

TF3MHN QSL manager   28 kg um áramótin

TF3KX

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

Skýrsla gjaldkera.

8. Lagabreytingar.

TILLAGA TF3UA OG TF3BJ TIL LAGABREYTINGAR

 

14. gr.

Stjórn boðar til almennra félagsfunda. Henni er skylt að gera það ef 12 leyfishafar hið minnsta æskja þess. Félagsfundi skal ætíð halda seinnipart laugardags sé þess nokkur kostur. Boða skal til félagsfunda með a.m.k. viku fyrirvara nema í algerum neyðartilfellum. Rita skal fundargerð félagsfundar og birta með sama hætti og fundargerð aðalfundar.

 

14. grein eftir breytingu:

Stjórn boðar til almennra félagsfunda. Henni er skylt að gera það ef 12 leyfishafar hið minnsta æskja þess. Stjórn skal leitast við að gefa félagsmönnum búsettum á landsbyggðinni kost á því að taka þátt í félagsfundum á Internetinu. Boða skal til félagsfunda með a.m.k. viku fyrirvara nema í algerum neyðartilfellum. Félagsmenn á landsbyggðinni skulu tilkynna stjórn um áhuga sinn á því að fylgjast með félagsfundi á Internetinu innan tveggja daga frá boðun fundarins. Rita skal fundargerð félagsfundar og birta með sama hætti og fundargerð aðalfundar.

 

Greinargerð:

Breytingar þjóðfélagshátta undanfarin ár hafa valdið því að menn eru orðnir mjög tregir til fundahalda á laugardögum. Það er því afar óhentugt fyrir ÍRA að hafa félagslög sem mæla fyrir um að félagsfundi megi aðeins halda seinni hluta laugardags. Ástæða þessarar klásúlu er sú að gefa félagsmönnum úti á landi kost á því að sækja félagsfundi. Með þeirri tækni til fjarfundahalda sem nú býðst er auðvelt að senda út félagsfundi á internetinu, jafnvel með gagnvirkum hætti. Má t.d. benda á Skype sem lausn en fjölmargar aðrar eru fyrir hendi. Þannig gætu íbúar landsbyggðarinnar fylgst með og tekið þátt í félagsfundum án þess að þurfa að fara að heiman. Hlýtur slíkt að teljast þeim til hagsbóta. Eftir breytinguna verður hægt að halda félagsfundi t.d. á fimmtudagskvöldum sem verður að teljast mun betri tímsetning en seinni hlutar laugardaga.

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ.

Tillaga TF3UA og TF3BJ samþykkt samhljóða

 

TILLAGA TF3JA TIL LAGABREYTINGA

1., 2., 3. og 27. grein verði:

1. gr.

Heiti félagsins er “Íslenskir radíóamatörar”, ÍRA.

Félagið er íslensk deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra, IARU Region 1, og norrænum samtökum radíóamatöra, NRAU.

2. gr.

Heimili félagsins er í Reykjavík. Póstfang ÍRA er „Pósthólf 1058, 121 Reykjavík”.

3. gr.

Markmið félagsins er að:

1. Gæta hagsmuna radíóamatöra.

2. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan.

3. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum.

4. Hvetja til viðbúnaðar og þáttöku í neyðarfjarskiptum bæði innan lands og utan.

5. Efla amatörradíó sem leið til tæknilegrar og samfélagslegrar sjálfsþjálfunar.

6. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.

7. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra.

8. Þróa amatörradíó sem verðmæta þjóðarauðlind.

9. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

10. Eiga og reka fullkomna amatörradíófjarskiptastöð með kallmerkinu TF3IRA á sem flestum tíðnum og samskiptaháttum sem radíóamatörar hafa leyfi til að nota.

 

27. gr.

Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillaga að breytingu á lögum berist stjórn félagsins ekki síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund. Aðalfundur getur samþykkt tillögur um breytingar á félagslögum, sem lagðar eru fram á fundinum með samþykki tveggja þriðju hluta greiddra atkvæða.

Greinarnar voru:

1. gr.

Heiti félagsins er “Íslenskir radíóamatörar”, skammstafað Í.R.A. Félagið er hin íslenska deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra, I.A.R.U. Region 1, og norrænu samtökunum N.R.A.U.

2. gr.

Heimili félagsins er í Reykjavík með póstfang: Pósthólf 1058, 121 Reykjavík.

3. gr.

Markmið félagsins eru að:

1. Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna.

2. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan.

3. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum.

4. Hvetja til viðbúnaðar sem mætti gagnast í neyðarfjarskiptum.

5. Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu.

6. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.

7. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra.

8. Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind.

9. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

27. gr.

Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð.

Hvers vegna er ég að leggja til þessar breyttu greinar og hver er helsta breytingin?

Ég legg til að púnktarnir í skammstöfunum verð felldir niður eins og oftlega hefur komið fram enda er það líka í samræmi við „Ritreglur Íslenskrar málnefndar”. Ég legg til að markmið félagsins verði umorðuð lítillega og bætt við að félagið eigi og reki fullkomna fjarskiptastöð til fjarskipta á amatörtíðnum. Félagið á og rekur nú þegar fullkomna stöð en hennar er hvergi getið í lögum félagsins. Það er mitt mat að lög félagsins eigi að vera kvik og þess vegna óþarfi að gera félagsmönnum næstum ókleyft að leggja fram tillögur að breytingum. Félagsmenn sem vilja tryggja stöðugleika en um leið nýjungar og þróun í starfsemi félagsins mæta á aðalfundinn og taka þátt.

  1. Gr samþykkt
  2. Gr samþykkt
  3. Breytingartillaga samþykkt, en tillagan síðan feld 5 voru með en 10 á móti.
  4. 27.  gr. feld. 1 var samþykkur en 13 á móti.
9. Stjórnarkjör.

TF3SG formaður

TF3AM situr áfram til næsta árs.

TF3CY og TF3HRY voru kosnir til 2. Ára

TF3UA baðst lausnar frá stjórnarstörfum og var TF3SB kosinn í hans stað til eins árs.

TF2WIN og TF2LL voru kosnir varamenn.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Kosning skoðunarmanna ársreiknings. Óskar Sverrisson, TF3DC, Haukur Konráðsson, TF3HK, skoðunarmaður til vara, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS.

11. Ákvörðun árgjalds.

Ákvörðun ársgjalds. Tillaga stjórnar um kr. 6500 var samþykkt.

12. Önnur mál.

Umræður.

Námskeið ýmsir

Neyðarfjarskipti TF3JA

Fundir var síðan slitið kl: 16.50

13. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20130518-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/18052013-Ársreikningur-ÍRA-2012-til-2013.pdf

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen + 6 =