,

Aðalfundur ÍRA 2014

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Taflfélag Reykjavíkur Faxafeni 12, 17. maí 2014.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 17:30.

Mættir voru 21.

Eftirfarandi mættu: TF3JB, TF3SG, TF2WIN, TF3GW, TF3VS, TF3HK, TF3JA, TF3HP, TF3GB, TF3FIN, TF3MHN, TF3JON, TF3DC, TF3KB, Sverrir Karlsson, TF3DX, TF3SB, TF3Y, TF3CY, TF3AM.

Ljósmyndarinn TF3LMN tók ljósmyndir af fundarmönnum í upphafi fundar.

Fundarritari: TF3AM.

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundur settur kl 13 af formanni TF3SG.

Hann minntist í upphafi: Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, sem lést 10. júní 2013, Flosi Karlsson, TF3FX, sem lést 15. október 2013, Steingrímur Sigfússon, TF3SZ, sem lést 3. desember 2013, Martin Berkosky, TF3XUU og TF8XUU, sem lést í Bandaríkjunum 28. desember 2013.

Formaður bað fundarmenn að rísa úr sætum þeim til heiðurs.

2. Kosning fundarstjóra

Formaður nefndi TF3HP sem var samþykkt.  TF3HP tók við fundarstjórn.

3. Kostning fundarritara

Fundarstjóri nefndi TF3AM sem fundarritara sem var samþykkt.

4. Umboð könnuð

Fundarstjóri kannaði umboð, þau voru TF3GL sem gefur TF3SG umboð sitt, og  TF3ARI sem gefur TF3GW umboð sitt.  TF3JB spyr:  Skuldlausir?  já segir TF3SG.  Umboð samþykkt.

5. Fundargerð aðalfundar 2013

Fundargerð aðalfundar 2013, engin athugasemd borist stjórn, þar með samþykkt.

6. Skýrsla formanns

Formaður TF3SG gaf skýrslu fyrir starfsárið, sjá skýrslu formanns í gögnum fundarins.

Helstu atriði voru þessi: –  Tveir eftirminnanlegir radíóamatörar heimsóttu ÍRA á starfárinu, Paul Bittner W0AIH og Mirek VK6DXI,  eftirminnanlegir vegna einstaks áhuga þeirra á því að vera radíóamatörar. –  Nýafstaðin er ráðstefnan  International Young Lady conference sem skipulögð var af þeim stallsystrum  Völu Dröfn Hauksdóttur TF3VD og Önnu Henriksdóttur TF3VB, þær sendu ÍRA bestu kveðjur fyrir móttökurnar sl föstudag í fyrri viku þar sem komu um 30 radíóamatörar með brennandi áhuga á radíóamatörmennskunni í heimsókn til ÍRA.  Formaður vill hér þakka þeim einstaklingum sem lögðu málinu gott lið, þeim TF3JA og TF3CY sem snérust í kringum gestina, svo og TF3HP og TF3MHN sem voru í móttöku föstudag og laugardag. – Námskeið til amatörprófs, ekki nægur fjöldi skráði sig ekki og því var námskeiði slegið á frest. -Samstarf prófnefndar við stjórn ÍRA verið í umfjöllun, m.a. vegna hins svokallaðs lærlingsmáls. -Í maí 2013 hóf prófanefnd mál um um villur í bæklingur um siðareglur, villur sem snúa að samskiptum á morsi, í framhaldi var málið tekið upp á stjórnarfundi ÍRA.  TF3DX fjallar um málið síðar á þessum fundi. -Nefnd um fjaraðgang var skipuð sem hefur skilað ályktun.  TF3Y fjallar um málið síðar á þessum fundi. -Nýr HF magnari keyptur á árinu, Yeasu Quatra.  Stefán Arndal TF3A fær þakkir félagsins svo og TF3VS og aðrir sem studdu málið. -Rætt við Reykjavíkurborg um nýjan turn eða mastur við félagsheimili ÍRA, ekkert af hálfu lóðarhafa á móti því en einhver skilyrði þó. -ÍRA fékk fjárstyrk frá  Skólaskrifstofu Reykjavíkur til að sinna kennslu- og fræðslumálum, greitt hefur við til ÍRA  100þ af 200þ króna styrk, skilyrði fyrir lokagreiðslu er að skýrslu sé skilað um starfið sem unnið er. -Húsnæðismál ÍRA, þörf er á að taka aðeins til hendinni svo og um nánasta umhverfi.  ÍRA hefur haft frumkvæði á að opna samband við þau önnur samtök sem afnot hafa af húsinu í því skini að sinna viðhaldi hússins. -Heimasíða félagsins, margir hafa sterkar skoðanir á henni, margar tillögur borist. -IARU Region 1 2014 fundur verður í Búlgaríu nk haust, TF3KB hefur áhuga á að sækja ráðstefnuna, IARU greiðir farseðil en óvíst er með stuðning félagssjóðs ÍRA við hótelkostnað og annað uppihald. -Formaður þakkar samstarf á árinu við stjórnarmenn og embættismenn.

7. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta

TF3DX fyrir hönd Prófanefndar:  Skýrsla Prófanefndar til aðalfundar ÍRA 2014 afhent, 5 bls.  TF3DX kynnti skýrsluna, sjá skýrsluna hér á eftir, og nefndi: -Um bæklinginn Hætta af rafmagni og varnir -Um bæklinginn Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra, TF3DX rakti þetta mál og tók til þess góðan tíma. -Um álitsgerð varðandi lærlinga,3DX rakti þetta mál

TF3Y fyrir hönd EMC nefndar:  Ekki mikil virkni í starfi nefndar, notað er vefsvæði til að skiptast á hugmyndum, en nefndin ekki komið saman á þessu starfsári, og stjórn IRA ekki vísað málum til nefndarinnar.  Ánægjuleg að sjá hversu sjálfbjarga félagsmenn eru smbr skrif TF3JB nýlega um truflanir í nágrenninu.

TF3MHN sem QSL Manager:  Fyrsta heila árið sem TF3MHN er með bíróið, tók við um 40kg af QSL kortum frá félögum ÍRA sem send voru til liðlega 100 landa, mest til Þýskalands en minnst fór 1 kort á einstakt land.  Bíróið er í smá hagnaði sem er gott.  Þeir sem eru úti á landi sem og allir aðrir geta látið QSL manager fá merkt umslög og fá þá kortin send þegar nægur fjöldi er kominn.

Formaður TF3SG fyrir hönd CQ-TF:  1 blað gefið út á starfsárinu í umsjá formanns og því alls 3 blöð á árinu 2013, Enginn hefur boðist til að taka að sér blaðið og gefa það út þótt margir séu áhugasamir.  Það hefur verið auglýst eftir ritstjóra án árangurs.

TF3KB sem IARU tengiliður:  Hefur annast samskipti cið IARU Region 1 vegna erindis um samskiptahætti til ráðstefnunnar, og þá helst ritarann Dennis sem býr í S-Afríku.  ÍRA sendi inn umsókn um styrk sem hefur alltaf verið veittur en sl 10-15 ár hefur styrkurinn ekki dugað fyrir öllum útlögðum kostnaði.  Nú verður styrkurinn fyrir einum farseðli en IRA greiðir annan kostnað.  skilyrði fyrir styrk IARU er að einungis sé einn þátttakandi (Deligate) frá viðkomandi félagi en ella fellur styrkurinn niður.  Frestur fyrir IRA til að þyggja styrkinn var til kl 08 í gærmorgun og því var ekki hægt að svara, en frestur var framlengdur fram á nk mánudag.  Annað mál er um Ísland sem ráðstefnuland IARU Region 1 árið 2017 en ekki hefur verið lagt í þá vinnu sem þarf til að hægt sé að leggja fram tilboð og trúlega er fresturinn útrunninn, trúlega hafa Þýskaland og Írlands lagt fram tilboð og okkar frestur því  útrunninn nema fundarmenn vilji leggja á sig þá vinnu sem þarf og það í snarti.

TF3JA sem Neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í fundi á IARU Region 1 neyðarfjarskiptastjóra í Fredrikshaven sumarið 2013, segir amatörsamfélagið vera að eldast og amatörar eigi erfitt með að setja upp stöðvar á víðavangi.  Í BNA hefur orðið vakning meðal yngra fólks að taka þátt í fjarskiptum í kjölfarið á hamförum eins og fellibylnum Katrina.

Umræða opnuð um skýrslur embættismanna: 3JB segir; Takk fyrir skýrslu formanns.  Saknaði þess að sjá ekkert um afföll í stjórn félagsins sem voru gjaldkeri, varaformaður, varamaður, þetta mætti gjarnan nefna þetta í skýrslu formanns. TF3SG segir:  Réttmæt ábending! TF3VS segir:  Mótmæli því að stjórnin sé kölluð starfsstjórn með takmarkað umboð. TF3JA tekur undiir með TF3VS TF3CY Benni – spyr:  Hvaðan kemur orðið starfsstjórn? TF3SG svarar:  Ritari lagði þetta til eftir að fækkaði í stjórn TF3SB (ritari):  Stjórn félags sem ekki getur afgreitt mál með meirihluta er starfsstjórn, hún ætti að segja af sér og ný stjórn kosin. Um þetta urðu nokkrar umræður og sýndist sitt hverjum. TF3JB þakkar QSL manager fyrir vel unnin störf. TF3JB þakkar neyðarfjarskiptastjóra fyrir vel unnin störf. TF3JB þætti vænt um ef hægt væri að samþykkja greiðslu uppihalds TF3KB á IARU ráðstefnuna. TF3JB þakka Prófanefnd fyrir afar vel unnin störf. TF3KB varðandi EMC-mál:  Gaman að heyra um glímu TF3JB við truflanir í nágrenni.  Er hægt að leita til EMC  nefndarinnar? TF3Y svarar:  Já, hafið samband. TF3JA upplýsir:  Stöðugar truflanir í Engihjalla 2 þar sem hann býr TF3SG segir:  Ég svaraði þannig varðandi greiðslu uppihalds fulltrúa IRA á IARU;  Ekki liggur fyrir stjórnarsamþykkt fyrir þessum greiðslum úr félagssjóð.  Mun styðja afgreiðslu málsins á jákvæðan hátt á aðalfundi. TF3SB segir:  Mál IARU var rætt í stjórn ÍRA, ég nefndi að fastur tengiliður ÍRA er TF3KB og því væri eðlilegt að hann héldi uppi vörnum í siðamálinu þar..

8. Gjaldkeri leggur fram reikninga

Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar TF3SG tók að sér embætti gjaldkera eftir brotthvarf fyrri gjaldkera úr stjórn.  TF3SG skýrði reikninga. Umræða opnuð um reikninga félagsins. TF3VS spyr um fjárstyrk Reykjavíkurborgar til fræðslumála, TF3SG svarar, ekki nefndur í reikningum. TF3SG skýrir:  Verkefnastyrkur til að sinna ungliðastarfi, Reykjavíkurborg auglýsir á hverju ári eftir umsækjendum, ÍRA sótti um verkefnastyrk sem í reynd er til að greiða efniskaup.  100þkr hafa verið greiddar, greiðsla barst eftir 31.3.2014 (þ.e. eftir að fjárhagsári lauk), skilyrði fyrir greiðslu eftirstöðva er að skila greinargerð um notkun fyrri hlutans. TF3JB spyr:  Hafa ekki einhverjir greitt árgjald eftir að fjárhagsári lauk.  TF3SG segir já, innan við 5. TF3DC nefnir:  131 hafa greitt félagsgjald sem er smá samdráttur. TF3WIN ræðir um styrk Reykjavíkurborgar:  Etv var hugmyndin um styrkinn sú að þetta sé innan skólanna. TF3JB leggur til:  Að reikningar séu lagðir fram til samþykktar TF3HP nefnir:  Þrif á félagsheimilinu fyrir 90þkr er ekki þess virði, þrif eru tæplega hægt að nefna því nafni. Reikningar lagðir fram til samþykktar. Samþykktir með handauppréttingu, enginn á móti.

9. Lagabreytingar

Lagabreytingar TF3HP:  Tillaga til lagabreytingar frá TF5B um að skammstöfun verði breytt í  Í.R.A. í stað ÍRA því þannig var það í denn. TF3KB nefndi:  Landsfélög eru með skammstafanir og það eru aldrei notaðir punktar annars staðar, það er óþarfi að vera með þessa punkta. TF3GB nefndi:  Skv gamla fyrirkomulaginu ætti  nafnið að vera 3 orð sem er rangt skv málvenju. TF3DX nefndi:  Eðlilegt að hafa þetta eins og aðrir, styð að hafa þetta liprara án punkta. TF3VS nefndi:  Ekkert frekar punkta nú frekar en z sem áður var. TF3JA nefndi:  Hví ekki z aftur í nafni félagsins? Tillaga 5B borin upp til atkvæðagreiðslu, felld með handauppréttingu, enginn samþykkur.

15:25 Kaffihlé. 1550

10. Stjórnarkjör

Stjórnarkjör Kosning formanns. TF3DX með uppástungu:  TF3HP Ekki fleiri uppástungur.  Samþykkt með lófataki, TF3HP er nýr formaður ÍRA. Aðrir stjórnamenn:  Enginn fyrri stjórnarmanna hefur gefið kost á sér.  Því skal kjósa 2 menn til 2ja ára og 2 menn til eins árs.  Beðið um uppástungu. 2 menn til 2ja ára: TF3DX með uppástungu:  TF3GB og TF3DC Ekki fleiri uppástungur.  Samþykkt með lófataki. 2 menn til eins árs: TF3Y m uppástungu:  TF3KX TF3JB m uppástungu:  TF3GW.  TF3GW will frekar vera í varastjórn sem síðari maður og ekki í aðalstjórn. TF3TNT býður sig fram. TF3DX m uppástungu:  TF3SG Leynileg kostning. Réttkjörnir eru til eins árs TF3KX, TF3SG, til 2ja ára TF3GB, TF3DC Tillaga um varamenn: TF3TNT og TF3GW, samþykkt með lófataki.

11. Kostning skoðunarmanna

Kosning 2ja skoðunarmanna og eins til vara TF3SG með uppástungu:  TF3Y TF3JB o fl með uppástungu:  TF3HK og TF3VS varamaður. Samþykkt með lofataki.  Skoðunarmenn eru TF3Y, TF3HK og TF3VS sem varamaður.

TF3SG þakkar samstarfið við stjórn og skoðunarmenn.

12. Ákvörðun ársgjalds

Árgjald er nú 6500kr. TF3KB með uppástungu:  Hækka í 7000kr TF3WIN með uppástungu:  Lækka í 6000kr Atkvæðagreiðsla: Óbreytt árgjald samþykkt með lófataki. Félagsmenn eru hvattir til að greiða árgjald beint gegnum heimabanka.

13. Önnur mál

TF3VS tekur til máls:  Fundinum hefur borist skilaboð;  Aðalfundi IRA eru færðar þakkir frá aðstandandum IYL ráðstefnunnar sem eru afar þakklát fyrir stuðning ÍRA og góðar móttökur.  Annað sumar í júni verður önnur ráðstefna, skandinavísk YL ráðstefna, og þá er aftur vonast eftir góðum móttökum ÍRA. TF3WIN nefnir:  Þakkar traust fyrir kjör í varastjórn fá síðasta starfsári.  Etv hægt að færa starfið nær unga fólkinu, t.d. að hafa uppi loftnet á Menningarnótt. TF3HP nefnir:  TF3JB óskar eftir að ályktun sem hann lagði fram verði tekin til afgreiðslu, þ.e. að skipa 3 félagsmenn í afmælisnefnd í tilefni af 70 ára afmæli félagsins 14. ágúst 2016. TF3GB bendir á að áður hafi verið sérstakt kallmerki eins og TF60IRA. TF3JB nefnir:  3ja manna nefnd væri góð, etv að fá ÍRA á frímerki. TF3HP nefnir:  Þegar 60 var úthlutað þá fylgdi heimild til allra að nota 60 í stað venjulegs tölustafs. Ályktun TF3JB samþykkt með lófataki . TF3Y kveður sér hljóðs:  Kemur fram fyrir hönd starfshóps um fjaraðgang, leggur fram skýrslu starfshóps;  Skýrsla starfshóps um fjaraðgangs til aðalfundar ÍRA 2014, og les. Mál 1:  Erlendur leyfishafi á Íslandi með fjaraðgang að stöð á Íslandi.  Mál 2:  Erlendur leyfishafi erlendis með fjaraðgang að stöð á Íslandi.  Framhaldsvinnu er þörf.  Sjá nánar í skýrslu hópsins. TF3JA spyr TF3Y:  Má ég erlendis fjarstýra minni stöð hérlendis?  Já TF3VS spyr TF3Y:  Má erlendur leyfishafi hérlendis fjarstýrir stöð hérlendis?  Já. 3TNT spyr:  Í lögum okkar er 3rd party bannað, hvað gerum við? TF3HP nefnir:  Á Landsmóti skáta er þetta með samþykki yfirvalda óátalið enda á ábyrgð amatörs.  Ekki farið fram á það við Póst- og fjarskiptastofnun að breyta skilgreiningu. TF3JA spyr TF3Y:  Má ég heimila erlendum amatör erlendis að fjarstýra minni stöð?  Það liggur ekki fyrir. TF3CY spyr:  Má ég heimila erlendum amatör erlendis að fjarstýra minni stöð á mínu kallmerki? (sjá svar TF3Y neðar). TF3DX upplýsir:  ÍRA fjallaði fyrir nokkru síðan (okt 1999) um þetta mál, fjaraðgang, unnið í miklu og góðu samstarfi félagsmanna, og samþykkt að leggja fyrir P&F sem tillögu ÍRA.   Í kafla um gest í stöð er lagt til að öllum heimilt að tala í stöð undir eftirliti amatörs.  Einnig má geta um HF CEPT nefnd í Sun City sem lagði til:  Einungis amatör í heimsókn hjá öðrum eigi að nota kallmerki heimaamatörsins.  TF3DX vill taka fram að nefnd um fjaraðgang er einungis umsagnaraðili um þetta mál en kveður ekki úr um lögmæti. TF3Y nefnir:  P&F hefur sent svar til ÍRA;  Erlendur leyfishafi þarf að vera staddur hérlendis til að nota íslenskt kallmerki. TF3TNT spyr TF3Y:  Amatör hérlendis notar Skype Command sem er HF/UHF linkur, þegar hann talar á HF utan og fær erlent svar á ísl UHF link hérlendis, er þetta heimilt? TF3Y svarar:  Þannig er þetta gert um allan heim. TF3HP leggur til:  Hinkrum með ályktanir þar til TF3KB kemur aftur frá IARU Region 1 ráðstefnunni í Búlagaríu þar sem þessi mál verða rædd.

TF3HP opnar umræðu um tillögu TF3GL; Tillaga til ályktunar aðalfundar ÍRA.  TF3HP leggur til að þessu máli verði vísað til stjórnar.  Leggur til að menn séu stuttorðir. TF3JA leggur fram dagskrártillögu:  Málið tekið af dagskrá og vísað til stjórnar TF3SB (fyrrum ritari) leggur fram dagskrártillögu um að tillögu TF3GL sé vísað frá. TF3DX les niðurstöðu prófanefnar um þetta mál. TF3HP leggur fram dagskrártillögu TF3SB.  Meiri hluti samþykkir með handauppréttingu. TF3HP leggur til að ný stjórn taki þetta mál til meðferðar og sætti sjónarmið.

TF3KB tekur til máls:  Vill minnast TF3PI (Páll Gröndal) sem lést á síðasta ári, hann var fyrsti radíóamatörinn sem þeir TF3DX hittu og var boðið heim til hans og hann tók þeim afar vel, notaði Windom-loftnet, mótun var AM.  Sneri sér síðan að öðru, spilaði á selló í sinfóníuhljómsveitinni, um hann er fjöldi tilvitnana, og hann var liðtækur í svifflugi.  Var í BNA í 30 ár og lést þar.  Bloggsíða hans er enn opin.  Vil minnast hans með mikilli virðingu.

TF3VS minnir á ályktun um greiðslu kostnaðar fyrir TF3KB á IARU ráðstefnuna.  Samþykkt með lófaklappi.

TF3HP formaður slítur fundi kl 17:30.

Eftirfarandi gögn voru lögð fram til fundarmanna:

Félagslög ÍRA samþykkt á aðalfundi 18. maí 2013, 3 bls. Ályktun aðalfundar Í.R.A. árið 2014 (um að skipa 3 menn í afmælisnefnd/TF3JB), 1 bls. Ljósrit úr Útvarpstíðindum (gamalt mjög/TF5B), 3 bls. Tillaga til ályktunar aðalfundar ÍRA (um hagsmunagæslu ÍRA/TF3GL), 1 bls. Skýrsla Prófnefndar til aðalfundar ÍRA 2014, 5 bls. Skýrsla starfshóps um fjaraðgang til aðalfundar ÍRA 2014, 5 bls. Íslenskir Radíóamatörar, Ársreikningur 1. apríl 2013 til 31. mars 2014, 12 bls.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + 12 =