,

Aðalfundur ÍRA 2016

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Salur Taflfélags Reykjavíkur, 25. maí 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 23:22.

Mættir voru 25.

Fundarritari: TF3CY

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

Haraldur Þórðarson TF8HP.

Fundarstjóri setur aðalfund og byrjar dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum ÍRA.

2. Kosinn fundarritari

Benedikt Sveinsson, TF3CY

3. Könnuð umboð

Engin umboð borist.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar

Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði

Engar athugasemdir bárust.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður TF3JA gerir grein fyrir starfsemi félagssins.

Formaður fór yfir skipun IARU tengiliðs, jafnframt að það hafi gleymst að taka þátt í atkvæðagreiðslu um inngöngu Kosovo í IARU.

Formaður þakkaði TF3EK og TF1EIN fyrir vinnu sína í loftnetamálum félagssins.

Formaður bar upp kveðju til kvennamatöra sem mættir voru.

TF3JA og TF3HP staðfesta að Pétur á Skálafelli er í eigu félagssins hér með.

Fundarstjóri óskar eftir umræðum um skýrslu

TF3AO: Bendir á  ritvillu í texa á hátíðarfána ÍRA.

TF3SG – biður um orðið: TF3SG lýsir yfir vonbrigðum með formann, samskiptaleysi innan stjórnar, þakkar öllum öðrum í stjórn samstarfið undanskilið formanni.

Fundarstjóri áréttar að formaður geti ekki ákveðið félagsgjöld, en aðalfundur geri það.

Fundarstjóri þakkar fyrir skýrsluna.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Nefnd um fjaraðgang:

TF3DX – gerir grein fyrir starfsemi nefndar um fjaraðgang, formaður nefndar, TF3Y fjarverandi. Ekki hefur ekki fundað reglulega á árinu og lítið aðhafst á þessu starfsári. Nokkrar umræður sköpuðust um starfsemi og stefnu nefndarinnar. Spurt var hvort hún hefði ekki einfaldlega lokið störfum. Formaður nefndarinnar vill halda áfram störfum.

Prófanefnd:

TF3DX gerir grein fyrir starfi prófanefndar. Formaður prófnefndar TF3DX.

Skýrsla verður aðgengileg á vef félagssins.

Formaður prófnefndar þakkaði Smára TF8SM fyrir áralanga þáttöku í störfum nefndarinnar

EMC nefnd:

Formaður nefndarinnar TF3UA fór yfir starfsemi nefndarinnar. Þar var rætt um aðstoð nefndarinnar við félagsmenn við truflanagreiningu. Bar á góma mælingar á sviðstyrk PFS hjá íslenskum radíóamatörum, en þær reyndust allar innan marka, en ÍRA hefur ekki fengið niðurstöður frá PFS afhenntar.

TF3CY kemur þökkum til EMC nefndar fyrir góð störf.

QSL buero:

TF3MH gefur skýrslu. Sendir út 8700 kort – rúmlega 23Kg Ekki er séð fram á að hækka þurfi gjald.

CQ TF:

Ekkert CQTF blað kom út.

TF8HP áréttar að félaginu beri að halda úti CQTF, en engum einstaklingi sé um að kenna, heldur öllum félagsmönnum.

IARU tengiliður:

TF3KB starfsemi IARU er minni á milli ráðstefna, en árlegir fundir í Vín. Helst til tíðinda HF nefndin útbjó nýtt bandplan, gengur í gildi 1 Júní!

Neyðarfjarskiptastjóri:

Vísar til skýrslu formanns, ekkert nýtt frá því í fyrra.

Spurt var um útileika, TF3EK tókst ekki að ganga frá niðurstöðu útileika vegna dræmra skila á loggum.

Almenn umræða:

TF3AO spurði af hverju ekki var ekki var verðlaunaafhending fyrir útileika, formaður vísaði í svar frá TF3EK.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar

Ársreikning dreyft.

TF3HK og TF3Y kosnir skoðunarmenn á síðasta aðalfundi og hafa áritað reikninga og leggja til að reikningur verði samþykktur.

Minni tekjur vegna lélegri afkomu af námskeiði.

Staða félagssjóðs er góð.

Ársreikningur lagður fyrir aðalfund til samþykktar, samþykktur með lófaklappi.

TF3JON spurði um styrk sem var endurgreiddur, fékk svar að styrk hafi verið skilað vegna vandmála við framkvæmd.
TF3AO spurði hvað væru margir félagar voru á bakvið félagsgjöld, Óskar svaraði því að 125 greiddu félagsgjöld, en 150 væru skráðir í félagið.

Reikningar samþykktir mótatkvæðalaust.

8. Hlé

Hlé gert á fundi, fundur framhaldið eftir kaffi og vatnspásu kl 22:15.

9. Lagabreytingar

Þar sem breytingar nefndar um lagabreytinga gengur lengra en breytingar TF3EK, þá verða þær lagðar fyrst fram.

2 erindi bárust á tímabilinu – frá TF3B og stjórn ÍRA.

Niðurstaða nefndar að það sé ekki nauðsynlegt að endurskoða lögin í heild.

Nefnd mælir með að öllum tillögum TF3GL verði hafnað.
Nefnd mælir með að öllum tillögum stjórnar ÍRA verði samþykktar.

TF3KB tekur til máls og leggur til að tillögum lagabreytingarnefndar verði bornar upp í heild sinni og samþykktar, en dregur sínar tillögur til baka.
TF3SG beinir því til aðalfundar að setja í lög að ársreikningur félagssins liggi fyrir viku fyrir aðalfund svo allir meigi skoða hann enda hefði hann ekki fengið að sjá hann, þó svo hann væri aðalmaður í stjórn.

Telst samþykkt – mótatkvæðalaust.

Lagabreytingum lokið með lófaklappi.

10. Stjórnarkjör

Kosning formanns:
Stungið upp á Benedikti Sveinssyni TF3CY
Stungið upp á Jóni Þóroddi Jónssyni TF3JA
Jón Svavarsson gefur kost á sér TF3JON

Fundarstjór úrskurðar eftir nokkra umræðu að TF3JON sé ekki kjörgengur.

Leynileg kosning fer fram og töldust atkvæði eftirfarandi:

TF3CY 3
TF3JA 17

Ógild atvkæði 5

Jón þóroddur Jónsson TF3JA kosinn formaður ÍRA.

Kosning aðalmanna:
Óskar TF3DC og TF3GB ganga úr stjórn

Óskar TF3DC gefur kost á sér.
Jón þóroddur stingur upp á TF3WZN Ölvir
Samþykktir til tveggja ára.

TF3ABN sagði sig úr stjórn – tekur ekki þátt í nýrri stjórn og þarf því að fá einn mann inn til eins ár.
Egill Ibsen TF3EO – kosinn til eins árs í stað TF3ABN

Tveir varamenn kosnir til eins árs:
Hrafnkell TF8KY
Jóhannes Hermannson
Samþykkt.

11.Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

TF3HK og TF3Y og TF3VS til vara
Samþykkt

Fundarstjóri óskar stjórn til hamingju

12. Ákvörðun árgjalds

Stjórn: leggur það til að það sem eftir lifir árs verði gjaldfrítt – til næsta aðalfundar.

TF3VS leggur til óbreytt gjald – samþykkt með meirihluta atkvæða.

13. Önnur mál

TF3VS ræðir varðveislu félagsgagna – minnisbók verði haldin
Aftasti partur í skýrslu lagabreytinganefndar ræddur
Aðalfundur samþykkir tillögu um birtingu félagsgagna.

Fundarstjóri TF8HP bar upp Tillögu og ályktun um að ÍRA sjái fyrir því að koma upp námsgögnum á íslensku fyrir afmæli ÍRA
Felld með einu atkvæði TF3DX

14. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25052016-Skýrsla-formanns.odt

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25052016-Ársreikningur-ÍRA-2015-2016.pdf

Lagabreytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25052016-Lagabreytingartillaga-TF3EK.docx

Skýrsla lagabreytingarnefndar: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25052016-Skýrsla-lagabreyingarnefndar.pdf

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − four =