,

Aðalritari ITU flytur IARU skilaboð

Vísun á skilaboð frá ITU til allra radíóamatöra

ITU 150 ára

Í ræðu Dr. Hamadoun Touré, HB9EHT, kemur fram að ITU þakkar IARU fyrir gott samstarf og að á næsta ári eigi ITU 150 ára afmæli sem minnst verður á ýmsan hátt. Haldið verður uppá World Radio Day á næsta ári á afmælisdegi ITU, 13. febrúar. Aðalritarinn segir einnig frá gjöf, sendiviðtæki, ITU til IARU sem þakklætisvott fyrir gott samstarf.

Ræða eða skilaboð aðalritarans marka á margan hátt tímamót og tímanum vel varið við að hlusta nokkrum sinnum á hans orð. Hann segir IARU hafi verið miklvægur þáttakandi í starfi ITU og að það samstarf muni halda áfram og ITU muni halda áfram að starfrækja 4U1ITU amatörstöðina. Á afmælisárinu verður notað kallmerkið 4U0ITU til að marka tímamótin. Hann talar líka um áframhaldandi mikilvægi radíóamatöra, framlag amatöra til friðsamlegra samskipta um allan heim og örvun, hvatningu amatöra til tæknilegrar sjálfsþjálfunar ungs fólks.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × five =