,

DSP, ADC og DAC – Stafsetning upplýsinga

Einar, TF3EK var í Skeljanesi í gærkvöldi með hátæknilegt erindi um DSP. Þrettán radíóáhugamenn hlustuðu á Einar og spurðu margra spurninga jafnvel bættu við en menn komu hvergi að tómum kofa hjá Einari. Einar sagði frá því hvernig hann kynntist fyrst stafsetningu upplýsinga í sinni vinnu við jarðskjálftamæla Veðurstofunnar á síðustu öld. Hann var spurður hvort hægt væri að spá fyrir um gos með einhverjum fyrirvara en tæknin er tæplega komin á það stig ennþá. Þekkt er að einu sinni taldi starfsmaður sem staddur var við jarðskjálftamælirit sig sjá að gos var í aðsigi 15 mínútum áður en vart varð við gosið í byggð sem reyndist rétt. En með betri og hraðvirkari úrvinnslu upplýsinga frá jarðskjálftamælum er von til þess að hægt verði að spá með meiri nákvæmni um líkur á jarðskjálftum og gosum. Einnig kom fram í gærkvöldi að menn nota svipaða stærðfræði til að spá fyrir um framvindu ýmissa hagfræðilegra þátta enda álíka dyntótt fyrirbæri og jarðskjálftar eða gos. Ekki væri ónýtt að geta verið með í fartölvunni sinni rauntíma úrvinnslu á líkindum gengisbreytinga og verðbólgu eða bensínverði.

Stafsetning=digitalisation

Kaffi og meðlæti að hætti Ölvis brást ekki framar venju.

Hér á eftir koma glærurnar sem Einar sýndi í gærkvöldi:

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =