AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ
Airspy R2 SDR viðtækið í Perlunni í Reykjavík komst í lag í dag, 21. janúar. Það hafði verið úti í nokkurn tíma vegna bilunar. Tiðnispan þess er frá 24 MHz til 1800 MHz. Vefslóð: http://perlan.utvarp.com/ Þakkir til Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ.
KiwiSDR viðtækið á Raufarhöfn verður væntanlega komið í lag fyrir kvöldið (21. janúar) en það hefur verið úti síðasta sólarhringinn. Tíðnispan þess er frá 10 kHz til 30 MHz. Vefslóð: http://raufarhofn.utvarp.com/
Kiwi SDR viðtækin í Bláfjöllum, Bjargtöngum og í Vík í Mýrdal eru í góðu lagi.
Stjórn ÍRA.
Uppfært 21. janúar kl. 17:04 – Viðtækið á Raufarhöfn komið inn! Þakkir til Rögnvaldar Helgasonar, TF3-055.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!