,

AF VIÐTÆKJUM YFIR VEFINN

KiwiSDR vitæki TF3GZ á Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz) varð QRV á ný í gær (30. september). Viðtækið hafði verið úti í um vikutíma þar sem rafmagnið hafði slegið út. Þakkir til Rögnvaldar Helgasonar sem er búsettur þar á staðnum sem gangsetti tækið.

Vefslóðir á KiwiSDR viðtækin þrjú sem í dag eru virk yfir netið:

Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com

Bláfjöll: http://bla.utvarp.com:8080/

Airspy R2 SDR viðtæki TF3CZ yfir netið (24-1800 MHz) sem staðsett er í Perlunni í Reykjavík var tekið niður vegna viðhalds í gær (30. september). Karl Georg áætlar að það verði aftur orðið virkt snemma í næstu viku.

Vefslóð á viðtækið: http://perlan.utvarp.com/?fbclid=IwAR268BADYCqimpAbozFMfFi31mw3g4wjOGpV6Kpd6NThnd2VMKho1YRXLSE#freq=144800000,mod=nfm,secondary_mod=packet,sql=-150

Raufarhöfn 30.9. Myndin sýnir fæðingu T-loftnetsins fyrir KiwiSDR viðtækið. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Reykjavík 30.9. Myndin sýnir (efst til hægri) loftnetið fyrir Airspy R2 SDR viðtækið á Perlunni í Öskjuhlíð. Ljósmynd: Karl Georg TF3CZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + thirteen =