,

Afar vel heppnað fimmtudagserindi

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, útskýrir uppbyggingu SDR sendi-/móttökutækninnar.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, verkfræðingur og Stefán Þorvarðarson, verk- og tölvunarfræðingur fluttu afar áhugavert og vel heppnað erindi um SDR sendi-/móttökutæki (hugbúnaðar radíó) og það nýjasta sem er að gerast í þessu sviði í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 28. apríl. Þeir félagar svöruðu fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 25 manns í Skeljanesið að þessu sinni.

Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio sem mætti kalla “hugbúnaðar radíó” á íslensku. Þar ræður hugbúnaður í tölvu því um hvers konar tæki er að ræða. Vélbúnaður tækisins er eins konar alhliða viðmót milli loftnets og notanda og skilgreinir ekki hvort um AM, FM, CW o.s.frv. tæki er að ræða. Mótun og afmótun fer fram í forriti sem ræður þessu, svo það eru engar sérstakar mótara- eða afmótararásir fyrir mismunandi hátt.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sæmundi og Stefáni fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Hlekkur-1: http://en.wikipedia.org/wiki/Software-defined_radio

Hlekkur-2: http://en.wikipedia.org/wiki/GNU_Radio

Stefán Þorvarðarson fjallaði sérstaklega um “GNU Radio og USRP” hugbúnaðarkerfin.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, handleikur eitt af sýnishornum SDR-tækninnar sem lágu frammi á fundinum.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, skoðar eitt af sýnishornunum gaumgæfilega.

Nokkur sýnishorn af tækjum sem nýta SDR tæknina og menn gátu skoðað.

Power Point glærur erindis Sæmundar eru komnar inn á heimasíðuna undir “Upplýsingar” og kemur þá upp undirsíðan: Ítarefni – glærur og fleira frá fræðslukvöldum.
Einnig má smella á þennan hlekk: http://www.ira.is/itarefni/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + nine =