ÁFRAM LOKAÐ Í SKELJANESI
Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð næstu þrjá fimmtudaga, þ.e. 22. og 29. október og 5. nóvember n.k. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.
Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á morgun, 20. október með gildistíma til 10. nóvember n.k. Hertar sóttvarnarreglurnar snúast m.a. um fjöldatakmörkun m.v. 20 manns og að tryggja skuli að hægt sé að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
Sá möguleiki hefur verið ræddur að bjóða upp á starfsemi á vegum félagsins á netinu verði farsóttin mikið lengur þetta alvarleg. En fari allt á besta veg verður auglýst opnun á ný fimmtudaginn 12. nóvember.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!