,

Áhugaverðar niðurstöður mælinga

Jón G. Guðmundsson TF3LM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. október og fór yfir niðurstöður mælinga alls 19 VHF og VHF/UHF handstöðva, auk 2 VHF bílstöðva, sem gerðar voru á laugardagsopnum í félagsaðstöðunni þann 1. september s.l. Um var að ræða sameiginlegt verkefni þeirra TF1A.

Skýrt var frá helstu niðurstöðum í máli og myndum. Athyglisvert var hve mikill gæðamunur getur verið á milli einstakra stöðva hvað varðar „hreinleika“ sendis (yfir- og undirsveiflur).

Samkvæmt því sem m.a. kom fram virðast kínverskir framleiðendur ekki vanda sig nægjanlega vel við smíðarnar. TF3LM mun gera grein fyrir niðurstöðunum í næsta tölublaði CQ TF.

Ágæt mæting var í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld og góðar kaffiveitingar. Bestu þakkir til Jóns fyrir vandað og áhugavert erindi.

Heimir Konráðsson TF1EIN, Óskar Sverrisson TF3DC, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón G. Guðmundsson TF3LM.


Jón G. Guðmundsson TF3LM útskýrir niðurstöðurnar. Aðrir á mynd: Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Björnsson TF3PW og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS.

Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − thirteen =