Sigurður Harðarson, TF3WS hefur uppfært eldra efni um upphaf útvarps á Íslandi og gefið út í nýjum bæklingi. Bæklingurinn er 100 ára saga útvarps á Íslandi og hefur fengið nýtt nafn og breyst mikið með nýjum upplýsingum, En fyrsta formlega útsending útvarpsstöðvar hér á landi var 18. mars 1926.

Siggi segir m.a. „Í þessari nýju útgáfu er miklu nákvæmari lýsing á hvernig staðið var að uppsetningu fyrstu stöðvanna og t.d. saga Gook á Akureyri og fleira“. Vefslóð: http://www.ira.is/tf3ws-upphaf-utvarps-a-islandi/

Bæklingurinn er allur hinn glæsilegasti og er alls 43 bls. að stærð, vel myndskreyttur og má m.a. sjá efni sem birtist í 2. tbl. CQ TF 2018 og endurprentun greinar Sigurbjörns Þórs Bjarnasonar, TF3SB þáverandi ritstjóra CQ TF: „Loftskeytastöðin á Melunum“ en stöðin átti einmitt 100 ára afmæli 2018. Þakkir til Sigga Harðar að taka saman þetta áhugaverða efni.

Stjórn ÍRA.

Í dag, sunnudaginn 19. janúar 2025, þá mættu þessir „snillar“ vestur í Skeljanes til að koma stóru greiðunni aftur í gang. Veður var kalt og vindur, en þeir luku þessu með miklum ágætum. 

Þetta eru þeir  Georg Kulp TF3GZ og Sigurður R Jakobsson TF3CW sem hér sjást kuldalega klæddir.  Þeir eru nýbúnir að ná niður gamla bilaða rótórnum sem þeir halda hér á, og undirbúa sig undir að setja nýjan rótor í staðinn og nýja hreyfanlega fæðilínu. 

Það var unnið í skotbómulyftara í 20 m. hæð og þar vaggar allt og hreyfist, og það er kalt, og það er hvasst, og það þarf að hluta til að vinna berhentur. Niðri á jafnsléttu fylgdust með þeir Georg Magnússon TF2LL, Benedikt Sveinsson TF3T og Sveinn Goði TF3ID, já og hundurinn Skíma reyndist jafn áhugasöm og þeir strákarnir. (Texti og ljósmyndir: Andrés Þórarinsson, TF1AM)

UMSÖGN TF3CW: „Þetta gekk ljúft með góðra manna aðstoð….Algert lykilatriði er að hafa vanan skotbómustjóra á tökkunum, og þar höfum við Georg Kulp…sem hefur meira að segja kennsluréttindi á svona græjur…! Georg Magnússon var við stjórnvölin í „sjakknum“, og fínstillti stefnuna á rótornum…. Svo voru það Andrés og Sveinn Goði sem helltu uppá kaffið og kom svo ekki Andrés með heimabakaðar lummur og túnfisksalat í ofanálag…! Lífið er gott…!!“.

Georg Kulp TF3GZ og Sigurður R. Jakobsson TF3CW með gamla rótorinn.
Georg Magnússon TF2LL, Benedikt Sveinsson TF3T og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID ásamt hundinum Skímu. Ljósmyndir: Andrés Þórarinsson TF1AM.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 23. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið og tekur fram meðlæti.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

ÚR FÉLAGSSTARFINU. Sigurður Harðarson TF3WS  tók að sér að útvega Arngrími B. Jóhannessyni, TF5AD „græju“ sem mætti nota á milli morslykils og risatölvuskjás samhliða flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á tónleikum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
 
Sigurður leitaði til nokkurra félagsmanna sem og til félagsins. Til að gera langa sögu stutta, komst hann í samband við Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY (fyrir milligöngu Guðmundar Inga Hjálmtýssonar, TF3IG) og smíðaði Hrafnkell morsþýðara og gerði kláran. Þess má geta að hann hafði áður smíðað svipað/samskonar tæki fyrir Guðmund Inga.
 
Á myndinni er Siggi að stilla „morsþýðarann“ í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi 11. Október 2021. Lítill skjár er „monteraður“ á kassann með stillitökkum. Síðan var morsað með handlyklinum og „Voila!“ stafirnir birtust á skjá tölvunnar sem og á litlum skjá á tækinu sjálfu. Tækið virkar vel og var prófað að senda bæði orð og kallmerki, punkta og kommur. Skemmtilegt dæmi um gott samstarf á milli félagsmanna.

CQ 160-METER CONTEST, CW.
Keppnin stendur yfir frá föstudegi 24. janúar kl. 22:00 til sunnudags 26. janúar kl. 22:00. Hún fer fram á morsi á 160 metrum.
Skilaboð W/VE stöðva: RST + (ríki í USA/fylk í Kanada).
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
https://www.cq160.com/rules.htm

REF CONTEST, CW.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 25. janúar kl. 06:00 til sunnudags 26. janúar kl. 18:00.
Hún fer fram á morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð franskra stöðva: RST + (2 bókstafir „Department“/Forskeyti).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://concours.r-e-f.org/reglements/actuels/reg_cdfhfdx.pdf

BARTG RTTY SPRINT CONTEST.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 25. janúar kl. 12:00 til sunnudags 26. janúar kl. 12:00.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
http://bartg.org.uk/wp/bartg-sprint-contest/

UBA DX CONTEST, SSB.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 25. janúar kl. 13:00 til sunnudags 26. janúar kl. 13:00.
Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð belgískra stöðva: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir landsvæði.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-dx-contest

AUSTRALIA DAY CONTEST.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 25. janúar kl. 22:00 til sunnudags 26. janúar kl. 10:00.
Hún fer fram á morsi, tali og stafrænum teg. útgeislunar á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.wia.org.au/members/contests/australiaday/index.php

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 14. janúar 2025. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða fimm kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3VS og TF5B. Samtals er um að ræða 39 uppfærslur.

Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

MALAYSIA DX CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. janúar frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + CQ svæði.
http://9mdxc.my/2025/01/01/rules-mydx-2025/

HUNGARIAN DX CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59.
Hún fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð HA stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sýslu í Ungverjalandi.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://ha-dx.com/en/contest-rules

PRO DIGI CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð félagsmanna „Digi Club“: RST + raðnúmer + „M“.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://proradiocontestclub.com/PDC%20Rules.html

RSGB AFS Contest, SSB.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. janúar frá kl. 13:00 til kl. 17:00.
Hún fer fram á SSB á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/rafs.shtml

North American QSO Party, SSB.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 18:00 til sunnudags kl. 05:59.
Hún fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í N-Ameríku: RS + nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RS + nafn.
https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

SKCC Weekend Sprintathon.
Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 24:00.
Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: (Ríki í USA, fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + (SKCC númer eða „NONE).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

UBA PSK63 Prefix Contest.
Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 12:00.
Hún fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð ON stöðva: RSQ + deild í UBA.
Skilaboð aðrir: RSQ + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-psk63-prefix-contest

North American QSO Party, CW.
Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 18:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 05:59.
Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í N-Ameríku:  RST + nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RST + nafn.
https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf

NRAU-Baltic Contest, SSB.
Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 06:30 til kl. 08:30.
Hún fer fram á tali á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir (Fylke/Lan/Province/Region) – sjá reglur.
https://www.nraubaltic.eu

NRAU-BALTIC CONTEST, CW.
Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 09:00 til kl. 11:00.
Hún fer fram á morsi á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir (Fylke/Lan/Province/Region) – sjá reglur.
https://www.nraubaltic.eu

DARC 10-Meter Contest.
Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 09:00 til kl. 10:59.
Hún fer fram á morsi og tali á 10 metrum.
Skilaboð DL stöðva: RS(T) + raðnúmer + DOK.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/darc-10m-contest/regeln

RSGB AFS Contest, Data.
Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 13:00 til kl. 17:00.
Hún fer fram á RTTY og PSK á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/rafs.shtml

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Bent er á, að þetta er síðasti skiladagur QSL korta vegna áramótaútsendingar TF-ÍRA QSL Bureau 2024/25. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og flokka innkomnar kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Njáll H. Hilmarsson, TF3NH Hefur bætt við innsetningu nr. II  af upptökunum af erindum á fræðsludagskrá ÍRA frá því í haust. Um er að ræða þrjár innsetningar. Áfram verður unnið að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

29. febrúar 2024: Snorri Ingimarsson, TF3IK:
„Radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi”.
https://youtu.be/UPQ2TYlRIhs

4. apríl 2024. Reynir Smári Atlason, TF3CQ:
„Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“.
https://youtu.be/RNut7mMwmDE

2. maí 2024. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA:
„Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.
https://youtu.be/5HxgKqaw2Jw

29. febrúar 2024. Snorri Ingimarsson, TF3IK: „Radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi”. Ljósmynd:TF3JB.
4. apríl 2024. Reynir Smári Atlason, TF3CQ: Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“. Ljósmynd: TF1AM.
2. maí 2024. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA: „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”. Ljósmynd:TF3JON.

Njáll H. Hilmarsson, TF3NH hóf innsetningu á fyrstu þremur upptökunum af erindum á fræðsludagskrá ÍRA frá því í haust. Fleiri erindi verða sett á netið á næstunni sem sækja má á heimasíðu félagsins. Nánar tilgreint síðar.

Stjórn ÍRA.

24. október: Benedikt Sveinsson, TF3T:
 „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“  https://youtu.be/Yk3NSLGjDd8

21. nóvember: Sigurðar Harðarson, TF3WS:
„Gufunes-loftnetin, fyrir 80m bandið, sagðar reynslusögur og útskýrt hvað þarf til og hvernig þetta er gert“.

5. desember: Georg Kulp, TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson:
„Sameiginlegt erindi sem fjallaði um nettengdu viðtækin KiwiSDR sem eru fjögur talsins hér á landi“.

24.10.2024. Benedikt Sveinsson, TF3T: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ . Ljósmynd: TF3VS.
21.11.21024. Sigurður Harðarson, TF3WS: „Gufunes-loftnetin, fyrir 80m bandið, sagðar reynslusögur og útskýrt hvað þarf til og hvernig þetta er gert“. Ljósmynd: TF3GZ.
5.12.2024: Georg Kulp, TF3GZ sýndi og skýrði vel fjölmargar glærur með upplýsingum um KiwiSDR viðtækin yfir netið. Ljósmynd: TF1AM.
5.12.2024: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A fjallaði um og skýrði vel tæknihliðina og sýndi fram á fjölmarga og áhugaverða notkunarmöguleika KiwiSDR viðtækjanna yfir netið. Ljósmynd: TF1AM.

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 70.000-70.250 MHz. Núverandi heimild rann út 31.12.2024. Heimildin hefur nú verið endurnýjuð til næstu 2 ára, þ.e. til 31.12.2026.

Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar:

(1) Hámarksbandbreidd er 16 kHz. Engin skilyrði hvað varðar mótun; (2) hámarks útgeislað afl er 100W; (3) heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax og (4) kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.

Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til Fjarskiptastofu fyrir nýtt tveggja ára tímabil á hrh@fst.is

Það nægir að senda eina umsókn sem gildir fyrir bæði árin, þ.e. 2025 og 2026.

Stjórn ÍRA.

Nýrri sendi-/móttökustöðvar radíóamatöra eru gjarnan útbúnar til fjarskipta í 50 og 70 MHz tíðnisviðunum. Þ.á.m. er ICOM IC-7700 sem myndin er af.