Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 27. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Ralf Doerendahl, HB9GKR heimsækir okkur í Skeljanes og flytur erindi í máli og myndum um SOTA (Summits On The Air) virkni, m.a. frá hálendinu við Landmannalaugar og Þórsmörk. Erindi hans hefst kl. 20:30.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Ralf er mikill áhugamaður um SOTA (Summits On The Air) verkefnið og hefur m.a. farið í ferðir á fjöll hérlendis með Yngva Harðarsyni, TF3Y. Ljósmynd: TF3JB.

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2024, kemur út 14. júlí n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 7. júlí n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

His Maj. King of Spain Contest, SSB
Keppnin hefst laugardag 22. júní kl. 12:00 og lýkur sunnudag 23. júní kl. 12:00.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva á Spáni: RST + kóði fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-ssb/bases

ARRL FIELD-DAY
Keppnin hefst laugardag 22. júní kl. 18:00 og lýkur sunnudag 23. júní kl. 21:00.
Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og  10 metrum. Allar teg. útgeislunar (mótunar) eru heimilaðar.
Skilaboð W/VE stöðva: Fjöldi senda + þátttökuflokkur + ARRL/RAC deild (e. section).
Skilaboð annarra: Fjöldi senda + þátttökuflokkur + „DX“.
https://www.arrl.org/field-day

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 20. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 13. júní. Erik færir gjöfina til ÍRA í hús.

Opið hús var í Skeljanesi fimmtudag 13. júní. Góð mæting og menn hressir.

Allir tóku eftir glæsilegri vinnu þeirra Andrésar Þórarinssonar, TF1AM, Georgs Kulp, TF3GZ og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem fyrr í vikunni tóku sig til og fóru yfir gólfið í salnum með sérstökum vélbúnaði sem hreinsaði og bónaði gólfdúkinn sem nú er eins og nýr á að líta. Þakkir góðar til þeirra félaga.

Sérstakur gestur okkar var Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK sem færði ÍRA Motorola DR300 UHF endurvarpa að gjöf frá klúbbi sínum í Finnlandi (OH2CH). Sérstakir þakkir til Erik og var hann beðinn fyrir góðar þakkir til félaganna heima í Finnlandi.

Mikið var rætt um böndin og DX‘inn, 6 metrana og VHF/UHF leikana sem verða haldnir 6.-7. júlí n.k. Mikið var rætt um 10 metra bandið sem hugmyndin er að verði bætt við í leikunum til.

Rætt um nýja búnaðinn sem Georg Kulp, TF3GZ er að setja upp til að gera félögum úti á landi kleift að nota 2 m. bandið. Pier Kaspersma, TF3PKN sem er áhugasamur um þessa tækni kemur einnig að málinu. Rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem verður haldin 28.-30. júní n.k.

Frábært kaffi hjá Sveini Goða Sveinssyni, TF3ID og „Pound Cake“ & karamelluklossarnir frá Costco líkuðu vel. Alls voru 26 félagar og 3 gestir í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Björgvin Víglundsson TF3BOI, Alex M. Senchurov, TF/UT4EK, Andrés Þórarinsson TF1AM, Pier Kaspersma TF3PKN og Georg Kulp TF3GZ
Jón Björnsson TF3PW, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Kristján Benediktsson TF3KB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Fjær: Mathías Hagvaag og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Andrés Þórarinsson TF1AM og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Erik Finskas TF3EY/OH2LAK og Benedikt Sveinsson TF3T.
Erik QRV frá TF3IRA í ágætum skilyrðum á 50 MHz SSB. Ljósmyndir: TF3JB.

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2024, kemur út 14. júlí n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 7. júlí n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

Í tilkynningu sem sett var á heimsíðu félagsins og FB síður í gær, 10. maí – þar sem sagt var frá helstu alþjóðlegum keppnum helgina 15.-16. júní n.k. fylgdu með myndir og upplýsingar um þátttöku TF3IRA í CQ WW DX SSB keppninni árið 1979; „Multi One“ keppnisflokki.

Myndir voru birtar af TF3Y, TF3G og TF3UA í keppninni og þess getið að aðrir þátttakendur hafi verið TF3JB og TF3KX. Í þessari upptalningu láðist að geta um Sigurð R. Jakobsson, TF3CW sem einnig var með í að virkja félagsstöðina TF3IRA og var í raun hvatamaður að þátttöku í keppninni.

Hér með er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Þátttakendur í keppninni voru sumsé:

TF3CW, TF3JB, TF3KX, TF3UA, TF3US (nú TF3G) og TF3YH (nú TF3Y).

Þátttaka sexmenningana í keppninni fyrir 45 árum gekk annars með ágætum og náðust 3,385 QSO, 87 CQ svæði og 281 DXCC eining sem gaf 2,310,310 heildarpunkta.

Stjórn ÍRA.

ALL ASEAN DX CONTEST, CW
Keppnishaldari: JARL, Japan Amateur Radio League.
Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 24:00.
Keppt er á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + tveir tölustafir fyrir aldur.
https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2023AA_rule.htm

PBDX – PAJAJARAN BOGOR DX CONTEST
Keppnishaldari: Organisasi Amatir Radio Indonesia.
Keppnin fer fram á sunnudag 16. júní frá kl. 00:00 til kl. 24:00.
Keppt er á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
https://pbdx-contest.id

IARU REGION 1 50 MHz CONTEST
Keppnishaldari: IARU Region 1.
Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 14:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 14:00.
Keppt er á CW og SSB á metrum.
Skilaboð: RS(T) + QSO númer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.iaru-r1.org/wp-content/uploads/2021/03/Rules-2021.pdf

LZ INTERNATIONAL 6-METER CONTEST
Keppnishaldari: Radio Club Lovech og BFRA, Bulgarian Federation of Radio Amateurs.
Keppnin hefst á föstudag 14. júní kl. 14:00 og lýkur á laugardag 15. júní kl. 14:00.
Keppt er á CW og SSB á 6 metrum.
Skilaboð: RS(T) + QSO númer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.radioclub-troyan.bg/media/activities/6-meters/rules-en-2024.pdf

STEW PERRY TOPBAND CHALLENGE
Keppnishaldari: BARC, Boring Amateur Radio Club, USA.
Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 15:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 15:00.
Keppt er á CW á 160 metrum.
Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.kkn.net/stew

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Skemmtilegar myndir úr CQ WW DX SSB keppninni 1979. Á mynd er Yngvi Harðarson TF3Y í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Dugguvogi í Reykjavík. Félagsstöð TF3IRA var þá glæný Yaesu FT-10lZD. Ljósmynd: TF3KB.
Gísli G. Ófeigsson TF3G og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA leita að margföldurum í keppninni í smíðaaðstöðu félagsins. Gísli situr við R.L. Drake TR4 stöð og Sæmundur við Kenwood TS-520. Aðrir sem tóku þátt í að virkja TF3IRA í keppninni (en sjást ekki á þessum myndum) voru Jónas Bjarnason TF3JB og Kristinn Andersen TF3KX. Ljósmynd: TF3KB.

HAM RADIO 2024 sýningin nálgast, en hún verður haldin helgina 28.-20. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi.

Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/

Til fróðleiks, má lesa frásögn frá ferð á sýninguna í Friedrichshafen 2019 (CQ TF 4. tbl. 2019); bls. 25. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 13. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Ólafur Engilbertsson, TF3SO hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann þann 1. júní í Landspítalanum í Fossvogi eftir stutt veikindi. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju 14. júní kl. 14:00.

Ólafur var á 81. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 135.

Um leið og við minnumst Ólafs með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 19. maí til 25. maí. Um var að ræða 16 einstök kallmerki. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 6, 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40 og 60 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á síðunni http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1EIN                  FT8 á 6, 15, 40 og 60 metrum.
TF1EM                  FT8 á 15 metrum.
TF2MSN               FT8 á 15, 17 og 30 metrum; SSB á 17 metrum.
TF3AO                  RTTY á 20 metrum.
TF3EO                   CW á 20 og 30 metrum.
TF3DC                   CW á 15 og 17 metrum.
TF3PKN                FT8 á 15 metrum.
TF3PPN                FT8 á 15 metrum.
TF3VE                   FT4 og FT8 á 6, 17, og 20 metrum.
TF3VG                   FT8 á 80, 60 og 10 metrum.
TF3VS                    FT4 og FT8 á 12, 15 og 20 metrum.
TF3W                    CW á 20 og 40 metrum.
TF3Y                      CW á 20 metrum.
TF4WD                 FT4 á 20 metrum og SSB á 20 metrum.
TF5B                      FT8 á 6 metrum.
TF8SM                  FT4 á 15 og 40 metrum.

Félagsstöðin TF3W var virk í CQ WW WPX CW keppninni 25.-26. maí. Keppt var í M/2 (Multi Two) flokki sem þýðir að heimilt er að virkja tvo senda samtímis. Á mynd: Yngvi Harðarson TF3Y (nær) og Guðmundur Sveinsson (fjær). Alls mönnuðu 8 leyfishafar stöðina. Ljósmynd: Sigurður R. Jakobsson TF3CW.