Lokaniðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. mars 2024. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki í sex keppnisflokkum, auk „Check-log“.
Af TF stöðvum, voru eftirtaldar þrjár með sérstaklega góðan árangur í sínum keppnisflokkum (sbr. meðfylgjandi töflu):
TF2LL Georg Magnússon, einm.fl., háafl á 40 metrum. TF3T Benedikt Sveinsson, einm.fl., háafl, 15 metrar. TF3W ÍRA, fleirm.fl., háafl, 1 sendir (Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK).
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 10. maí 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sjö kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3MH, TF3SG og TF3Y. Samtals er um að ræða 18 uppfærslur.
Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýjar skráningar á 10 og 15 metrum. Þetta eru 6. og 7. DXCC viðurkenningar Gísla.
Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Niðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 25.-26. mars 2023. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 6 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum, auk „Check-logs“.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-05-08 09:27:032024-05-08 09:27:16NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 16. MAÍ
Páskaleikar ÍRA 2024 fóru fram helgina 3.-5. maí. Þátttaka var ágæt, en alls voru 19 kallmerki skráð til leiks og 16 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað.
Samkvæmt fyrirliggjandi tölum er niðurstaðan fyrir efstu þrjú sætin þannig:
Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN var „QSO kóngur“ Páskaleikanna 2024 líkt og fyrri tvö ár. Hann hafði 225 staðfest QSO í dagbók.
Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til kl. 18:00 sunnudagskvöld 12 maí. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætti í Skeljanes fimmtudaginn 2. maí með með erindið: „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.
Erindi Sæmundar, TF3UA, fjallaði um loftnetsreiknihugbúnaðinn 4nec2 sem er ekki svo frábrugðið hinu þekkta EZnec sem ekki er lengur í þróun. Hann skýrði með ágætum hvernig 2nec4 er sótt, sett upp á tölvu, og sett í gang, og loftnet skilgreint og standbylgja reiknuð yfir tíðnibil.
2nec4 er að því leiti frábrugðið öðrum svipuðum kerfum að í því er bestunarkerfi sem getur gert breytingar á hönnun loftnets í því skyni að bæta standbylgju eða aðra þætti. Vel fram settar leiðbeiningar Sæmundar eru allar á glærum kvöldsins, sjá vefslóð neðar. Var gerður góður rómur að erindi Sæmundar. Á eftir voru ágætar umræður, t.d. um útgeislun frá dípól nærri jörðu og fleira því skylt og söfnuðust gestir í smá hópa og ræddu um ýmiss mál.
Sérstakar þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA fyrir fróðlegt og vel flutt erindi. Ennfremur þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3JON og Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir ljósmyndir og þakkir til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að taka erindið upp og Ágústs H. Bjarnasonar, TF3OM fyrir að vista upptökuna (sjá vefslóð neðar). Þakkir ennfremur til þeirra Sigurðar Harðarsonar, TF3WS og Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3A fyrir margskonar radíódót og aukahluti sem þeir komu með í Skeljanes þann 3. maí.
Sjaldséður gestur var á fundinum, Daggeir TF7DHP, kominn frá Akureyri á leið vestur um haf. Fundinum lauk laust eftir kl. 22. Alls voru um 22 félagsmenn viðstaddir þessa vel heppnuðu kvöldstund í Skeljanesi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-05-06 22:33:132024-05-07 10:23:25ERINDI TF3UA VAR MEÐ ÁGÆTUM
Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu (FST) áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2023) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.
Til upprifjunar. ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu þann 2. apríl s.l. við ósk félagsins um endurnýjun aukinna aflheimilda á 6 metra bandi í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. maí 2024. Gildistími er 5 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.
Ánægjulegt er, að gildistími heimildarinnar er mánuði lengri en á síðasta ári (2023) eða út septembermánuð.
Sérheimild til notkunar á 70 MHz (4 metrum) gildir út þetta ár 2024, hafi verið sótt um hana í fyrra (2023) þar sem hún var gefin út til tveggja ára.
Opið verður í Skeljanesi fimmtudag 2. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22:00.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætir á staðinn kl. 20:30 með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-30 10:59:322024-04-30 11:07:49OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 2. MAÍ
Jæja, loksins loksins… Páskar löngu liðnir og tími til kominn að halda Páskaleika. Það hvíslaði að mér lítill fugl að ýmsir radíóamatörar séu að undirbúa stórsókn í næstu leikum. Ætla að skáka þeim sem vermt hafa efstu sætin síðustu ár. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að gera þetta ekki of auðvelt. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum.
Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf til að vera með. Það þarf ekkert að nota öll böndin sem eru í boði. Oft koma bestu sögurnar frá afrekum með litlum búnaði. Ertu upptekin(n) þessa helgi? Það þarf ekkert endilega að vera „all-in“ alla helgina. Endilega hoppa inn á tíðnirnar þegar tími gefst. Þetta verður B A R A gaman. Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.
Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóðin á leikjavefinn er ….
http://leikar.ira.is Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa eins og svo oft áður.
Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 3. maí og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 5. maí.
Hittumst í loftinu…. 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst, endurvarpar.
P.s.: Er að skoða það að bæta QO-100 við sem band. Ef einhverjir hafa áhuga á því endilega henda í komment. Komast í fílinginn sko 😉 73 de TF8KY.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-28 10:09:422024-04-28 10:10:20NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á ári hverju fyrir radíóamatöra í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu.
Dayton Hamvention 2024 verður haldin helgina 17.-19. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://hamvention.org/
HAM RADIO 2024 verður haldin helgina 28.-30. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/
TOKYO HAM FAIR 2024 verður haldin helgina 24.-25. ágúst n.k. Sýningin verður að þessu sinni á nýjum stað, Ariake GYM-EX Koto-ku sýningarhöllinni í höfuðborginni Tokyo. Nýi staðurinn er stutt frá Tokyo Big Sight sýningarhöllinni þar sem sýningin var haldin áður. Vefslóð: https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-6_ham-fair/Ham%20Fair%202024,%20Tokyo.html
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 25. apríl.
Næsta opnun verður fimmtudaginn 2. maí. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum ((NEC based antenna modeler and optimizer)”.
Félagsmenn eru hvattir til að láta erindið ekki fram hjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-24 09:38:452024-04-24 09:40:47NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 2. MAÍ
NIÐURSTÖÐUR Í CQ WW WPX SSB 2024
Lokaniðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. mars 2024. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki í sex keppnisflokkum, auk „Check-log“.
Af TF stöðvum, voru eftirtaldar þrjár með sérstaklega góðan árangur í sínum keppnisflokkum (sbr. meðfylgjandi töflu):
TF2LL Georg Magnússon, einm.fl., háafl á 40 metrum.
TF3T Benedikt Sveinsson, einm.fl., háafl, 15 metrar.
TF3W ÍRA, fleirm.fl., háafl, 1 sendir (Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK).
Hamingjuóskir til allra þátttakenda!
Stjórn ÍRA.
.
UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF KALLMERKJA
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 10. maí 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sjö kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3MH, TF3SG og TF3Y. Samtals er um að ræða 18 uppfærslur.
Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýjar skráningar á 10 og 15 metrum. Þetta eru 6. og 7. DXCC viðurkenningar Gísla.
Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
NIÐURSTÖÐUR Í CQ WW WPX SSB 2023
NIÐURSTÖÐUR Í CQ WW WPX SSB 2023
Niðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 25.-26. mars 2023. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 6 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum, auk „Check-logs“.
Hamingjuóskir til viðkomandi!
Stjórn ÍRA.
NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 16. MAÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi uppstigningardags, þann 9. maí.
Næsta opnun verður fimmtudaginn 16. maí. Þá verður opið hús.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR
Páskaleikar ÍRA 2024 fóru fram helgina 3.-5. maí. Þátttaka var ágæt, en alls voru 19 kallmerki skráð til leiks og 16 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað.
Samkvæmt fyrirliggjandi tölum er niðurstaðan fyrir efstu þrjú sætin þannig:
1. Andrés Þórarinsson, TF1AM – 141.858 heildarpunktar.
2. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 140.600 heildarpunktar.
3. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 81.700 heildarpunktar.
Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN var „QSO kóngur“ Páskaleikanna 2024 líkt og fyrri tvö ár. Hann hafði 225 staðfest QSO í dagbók.
Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til kl. 18:00 sunnudagskvöld 12 maí. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.
Stjórn ÍRA.
ERINDI TF3UA VAR MEÐ ÁGÆTUM
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætti í Skeljanes fimmtudaginn 2. maí með með erindið: „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.
Erindi Sæmundar, TF3UA, fjallaði um loftnetsreiknihugbúnaðinn 4nec2 sem er ekki svo frábrugðið hinu þekkta EZnec sem ekki er lengur í þróun. Hann skýrði með ágætum hvernig 2nec4 er sótt, sett upp á tölvu, og sett í gang, og loftnet skilgreint og standbylgja reiknuð yfir tíðnibil.
2nec4 er að því leiti frábrugðið öðrum svipuðum kerfum að í því er bestunarkerfi sem getur gert breytingar á hönnun loftnets í því skyni að bæta standbylgju eða aðra þætti. Vel fram settar leiðbeiningar Sæmundar eru allar á glærum kvöldsins, sjá vefslóð neðar. Var gerður góður rómur að erindi Sæmundar. Á eftir voru ágætar umræður, t.d. um útgeislun frá dípól nærri jörðu og fleira því skylt og söfnuðust gestir í smá hópa og ræddu um ýmiss mál.
Sérstakar þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA fyrir fróðlegt og vel flutt erindi. Ennfremur þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3JON og Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir ljósmyndir og þakkir til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að taka erindið upp og Ágústs H. Bjarnasonar, TF3OM fyrir að vista upptökuna (sjá vefslóð neðar). Þakkir ennfremur til þeirra Sigurðar Harðarsonar, TF3WS og Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3A fyrir margskonar radíódót og aukahluti sem þeir komu með í Skeljanes þann 3. maí.
Sjaldséður gestur var á fundinum, Daggeir TF7DHP, kominn frá Akureyri á leið vestur um haf. Fundinum lauk laust eftir kl. 22. Alls voru um 22 félagsmenn viðstaddir þessa vel heppnuðu kvöldstund í Skeljanesi.
F.h. stjórnar,
Andrés Þórarinsson, TF1AM
varaformaður ÍRA
Vefslóð á upptöku af erindi TF3UA: https://www.youtube.com/watch?v=wk7kVggXDVk
Vefslóð á glærur frá erindi TF3UA: https://www.ira.is/erindi-tf3ua-3-5-2024/
50 MHZ SÉRHEIMILD 2024
Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu (FST) áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2023) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.
Til upprifjunar. ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu þann 2. apríl s.l. við ósk félagsins um endurnýjun aukinna aflheimilda á 6 metra bandi í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. maí 2024. Gildistími er 5 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.
Ánægjulegt er, að gildistími heimildarinnar er mánuði lengri en á síðasta ári (2023) eða út septembermánuð.
Sérheimild til notkunar á 70 MHz (4 metrum) gildir út þetta ár 2024, hafi verið sótt um hana í fyrra (2023) þar sem hún var gefin út til tveggja ára.
Stjórn ÍRA.
.
OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 2. MAÍ
Opið verður í Skeljanesi fimmtudag 2. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22:00.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætir á staðinn kl. 20:30 með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.
Þess má geta að forritið fær fullt hús stiga á eHam.net, vefslóð: https://www.eham.net/reviews/view-product?id=5192
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta efni ekki framhjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Erindið verður tekið upp og verður síðan í boði til niðurhals á FB síðu félagsins.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
FJARSKIPTALEIKAR/PÁSKALEIKAR 2024
Kæru félagar!
Jæja, loksins loksins… Páskar löngu liðnir og tími til kominn að halda Páskaleika. Það hvíslaði að mér lítill fugl að ýmsir radíóamatörar séu að undirbúa stórsókn í næstu leikum. Ætla að skáka þeim sem vermt hafa efstu sætin síðustu ár. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að gera þetta ekki of auðvelt. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum.
Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf til að vera með. Það þarf ekkert að nota öll böndin sem eru í boði. Oft koma bestu sögurnar frá afrekum með litlum búnaði. Ertu upptekin(n) þessa helgi? Það þarf ekkert endilega að vera „all-in“ alla helgina. Endilega hoppa inn á tíðnirnar þegar tími gefst. Þetta verður B A R A gaman. Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.
Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóðin á leikjavefinn er ….
http://leikar.ira.is Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa eins og svo oft áður.
Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 3. maí og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 5. maí.
Hittumst í loftinu…. 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst, endurvarpar.
P.s.: Er að skoða það að bæta QO-100 við sem band. Ef einhverjir hafa áhuga á því endilega henda í komment. Komast í fílinginn sko 😉 73 de TF8KY.
.
NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Ágætu félagsmenn!
Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 2. tbl. 2024 í dag, 28. apríl.
Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan.
Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2024-2
73 – Sæmi, TF3UA
ritstjóri CQ TF
.
STÓRU SÝNINGARNAR ÞRJÁR 2024
Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á ári hverju fyrir radíóamatöra í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu.
Dayton Hamvention 2024 verður haldin helgina 17.-19. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://hamvention.org/
HAM RADIO 2024 verður haldin helgina 28.-30. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/
TOKYO HAM FAIR 2024 verður haldin helgina 24.-25. ágúst n.k. Sýningin verður að þessu sinni á nýjum stað, Ariake GYM-EX Koto-ku sýningarhöllinni í höfuðborginni Tokyo. Nýi staðurinn er stutt frá Tokyo Big Sight sýningarhöllinni þar sem sýningin var haldin áður.
Vefslóð: https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-6_ham-fair/Ham%20Fair%202024,%20Tokyo.html
Til fróðleiks, frásögn frá ferð á sýninguna í Friedrichshafen 2019 (CQ TF 4. tbl. 2019); bls. 35.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf
Stjórn ÍRA.
NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 2. MAÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 25. apríl.
Næsta opnun verður fimmtudaginn 2. maí. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum ((NEC based antenna modeler and optimizer)”.
Félagsmenn eru hvattir til að láta erindið ekki fram hjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar.
Stjórn ÍRA.