10-10 INTERNATIONAL SPRING CONTEST, DIGITAL.
Hefst laugardag 27. apríl kl. 00:01 og lýkur sunnudag 28. apríl kl. 23:59.
Keppnin fer fram á Digital á 10 metrum.
Skilaboð 10-10 félaga: Nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: Nafn + Ø + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules

SP DX RTTY CONTEST.
Hefst á laugardag 27. apríl kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 28. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð SP stöðva: RST + 2 stafir fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://pkrvg.org/strona,spdxrttyen.html

UK/EI CONTEST. CW.
Hefst á laugardag 27. apríl kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 28. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð UK/EI stöðva: RST + 2 stafa svæðiskóði (e. district code).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.ukeicc.com/dx-contest-rules.php

HELVETIA CONTEST.
Hefst á laugardag 27. apríl kl. 13:00 og lýkur á sunnudag 28. apríl kl. 12:59.
Keppnin fer fram á CW, SSB og Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð HB stöðva: RS(T) + 2 stafir fyrir sýslu (e. canton).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.uska.ch/en/events/uska-helvetia-contest-concours-helvetia-hf

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

FlexRadioSystems FLEX-6600M er 100W HF+50 MHz sendi-/mótttökustöð sem vinnur í tíðnisviðum radíóamatöra og er áhugaverð til notkunar í alþjóðlegum keppnum.

Jóhannes Johannessen, TF3JJ hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann í Landspítalanum þann 10. apríl og hefur útför hans farið fram í kyrrþey.

Jóhannes var á 87. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 49.

Um leið og við minnumst Jóhannesar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi á alþjóðadag radíóamatöra, 18. apríl.

Kallmerkið TF3WARD var sett í loftið í hádeginu kl. 12:20. Skilyrði voru góð og var stöðin QRV meira og minna til kl. 22 um kvöldið. Alls voru höfð 1.177 sambönd – um allan heim á 14 MHz, SSB þ.á.m. við 11 TF kallmerki. Þrír félagar virkjuðu stöðina: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY; Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Jónas Bjarnason, TF3JB.

Opið hús var síðan frá kl. 20 um kvöldið þar sem menn ræddu m.a. um skilyrðin sem hafa verið mjög góð undanfarið. Flux var t.d. 219 og sólblettafjöldi 247 í gær (18. apríl). Áfram er búist við góðum skilyrðum á HF en sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 er  spáð á þessu ári (2024). Einnig var rætt um alþjóðlegar keppnir framundan, m.a. CQ WW WPX CW keppnina í næsta mánuði.

Með afmæliskaffinu var m.a. í boði hin sívinsæla rjómaterta sem er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík, svokölluð „Skálaterta“ frá Reyni bakara – sem ÍRA var gefin í tilefni alþjóðadagsins. Sérstakar þakkir til NN fyrir velvild í þágu félagsins. Ennfremur þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði félaginu radíótæki og búnað.

Alls mættu 27 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta og vel heppnaða fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Kallmerkið TF3WARD var QRV á 14 MHz SSB frá Skeljanesi á alþjóðadag radíóamatöra 2024.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY virkjaði TF3WARD á alþjóðadaginn.
Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði TF3WARD á alþjóðadaginn.
Í boði með kaffinu var m.a. hin sívinsæla rjómaterta sem er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík, svokölluð „Skálaterta“ frá Reyni bakara – sem ÍRA var gefin af NN í tilefni alþjóðadagsins.
Sigurður R. Jakobsson TF3CW heilsar Kristjáni Benediktssyni TF3KB. Aðrir við borðið (frá vinstri): Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Gunnar Bjarni Guðlaugsson (gestur) og Mathías Hagvaag TF3MH.
Spáð og spekúlerað í CQ World Wide WPX CW keppnina sem fram fer í næsta mánuði (maí). Sigurður R. Jakobsson TF3CW, Kristján Benediktsson TF3KB og Yngvi Harðarson TF3Y.
Einar Sverrir Sandoz TF3ES, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Heimir Konráðsson TF1EIN. Strákarnir sögðust kunna vel við síg í leðrinu, en félaginu barst nýlega að gjöf annað leðursófasett sem nú hefur verið komið fyrir.
Á þessari mynd sést betur hvernig sófasettin raðast upp í rýminu. Alls eru nú þægileg sæti fyrir 10 manns í stað 5 áður.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG kom færandi hendi þetta fimmtudagskvöld með radíódót af ýmsu tagi. Með honum á mynd er kunningi hans sem hjálpaði honum að halda á hlutunum.
Meðal tækja sem TF3FG færði félaginu er þetta fornfræga viðtæki BC-348. Myndir: TF3JB.

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2024, kemur út 28. apríl n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur hefur verið lengdur til sunnudags 21. apríl n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 99 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.

Svo skemmtilega vill til að Alþjóðadagur radíóamatöra, „World Amateur Radio Day“ fellur í ár á fimmtudaginn 18. apríl og verður félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi opin fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Sérstakt kallmerki félagsins, TF3WARD verður virkjað í tilefni dagsins og eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka í hljóðnema eða morslykil í fjarskiptaherbergi félagsins. Veglegar kaffiveitingar í tilefni alþjóðadagsins.

Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra!

Stjórn ÍRA.

.

HOLYLAND DX CONTEST
Hefst föstudag 19. apríl kl. 21:00 og lýkur laugardag 20. apríl kl. 20:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð 4X stöðva: RS(T) + svæðisnúmer (e. area).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.iarc.org/iarc/Content/docs/Holyland2023eng.pdf

WAPC – WORKED ALL PROVINCES OF CHINA DX CONTEST
Hefst laugardag 20. apríl kl. 06:00 og lýkur sunnudag 21. apríl kl. 05:59.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð BY stöðva: RS + 2 stafir fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer.
http://www.mulandxc.com/index/match_info?id=4

YU DX CONTEST
Hefst laugardag 20. apríl kl. 07:00 og lýkur sunnudag 21. apríl kl. 06:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð YU/YT stöðva: RS(T) + sýsla (e. county).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.yudx.yu1srs.org.rs

DUTCH PACC DIGI CONTEST
Stendur yfir laugardaginn 20. apríl frá kl. 07:00 til 19:00.
Keppnin fer fram á FT4, FT8 og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð PA stöðva: Móttökustyrkur merkis + 2 stafir fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: Móttökustyrkur merkis + raðnúmer.
http://www.veron.nl/vereniging/commissies-en-werkgroepen/traffic-bureau/hf-contesten/paccdigi-rules/

CQ MM DX CONTEST
Hefst laugardag 20. apríl kl. 09:00 og lýkur sunnudag 21. apríl kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð, allar stöðvar: RST + 2 stafa skammstöfun fyrir meginland (t.d. EU fyrir Evrópu, o.s.frv.).
Sérgreind skilaboð CWJF félagsmanna: RST + 2 stafa skammstöfun f. meginland + stafurinn M.
Sérgreind skilaboð QRP stöðva: RST + 2 stafa skammstöfun f. meginland + stafurinn Q.
Sérgreind skilaboð YL stöðva: RST + 2 stafa skammstöfun f. meginland + stafurinn Y.
Sérgreind skilaboð fleirm.stöðva, klúbba og hópa: 2 stafa skammstöfun f. meginland + stafurinn C.
https://www.cqmmdx.com/rules

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Elecraft K3 100W HF sendi-/móttökustöðin kom fyrst á markað árið 2007 og náði strax vinsældum hjá radíóamatörum sem taka þátt í aljþjoðlegum keppnum. Uppfærð gerð, K3S kom á markað árið 2015. Stöðin er ekki lengur í framleiðslu.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. apríl fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Svo skemmtilega vill til að Alþjóðadagur radíóamatöra, „World Amateur Radio Day“ fellur á fimmtudaginn 18. apríl. Sérstakt kallmerki félagsins, TF3WARD verður virkjað í tilefni dagsins og eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka í hljóðnema eða morslykil í fjarskiptaherbergi félagsins.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Veglegar kaffiveitingar í tilefni alþjóðadagsins.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 6.-12. apríl. TF kallmerki fengu yfir 70 skráningar, þar voru 17 einstök kallmerki. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60 og 80 metrar, auk sambanda um gervitunglið QO-100.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1EIN                  FT8 á 60, 17 og 15 metrum.
TF2CT                    FT8 á 30 metrum.
TF2MSN               FT4 og FT8 á 15 og 12 metrum.
TF3AO                  RTTY á 40 og 20 metrum.
TF3EO                   CW á 20 metrum.
TF3IRA                  CW á 10 metrum.
TF3JB                    CW á 30, 17, 15 og 10 metrum.
TF3JG                    SSB á 17 metrum.
TF3PKN                FT8 á 12 metrum.
TF3PPN                RTTY á 15 metrum.
TF3VE                   FT4 á 15 metrum.
TF3VG                   FT8 á 80, 60 og 10 metrum.
TF3XO                   SSB á 20m.
TF5B                      FT8 á 17, 15 og 10 metrum.
TF8KY                    FT4 og FT8 á 15 metrum.
TF/KJ7KGJ            FT8 á 20 metrum.
TF/MØNKC/P     SSB um QO-100 gervitunglið.

.

Egill Ibsen TF3EO var virkur á HF vikuna 6.-12. apríl. Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstaða hans heima í Reykjanesbæ. Á myndinni má m.a. sjá ICOM IC-705 HF/VHF/UHF sendi- móttökustöð, Elecraft KPA 100 100W RF magnara, LP-100A Digital Vector Wattmæli frá N8LP og morspöllur í sérflokki. Ljósmynd: TF3EO.

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2024, kemur út 28. apríl n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 18. apríl n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

ritstjóri CQ TF

JIDX CW CONTEST.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 07:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 13:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð JA-stöðva: RST + 2 stafir fyrir hérað (e. prefecture).
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
http://www.jidx.org/jidxrule-e.html

SKCC WEEKEND SPRINTATHON.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki/fylki/DXCC eining) + SKCC númer/“none“.
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

OK/OM DX CONTEST, SSB.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð OK/OM stöðva: RS + 3 stafa landkóði.
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer.
http://okomdx.crk.cz/index.php?page=SSB-rules-english

YURI GAGARIN INTERNATIONAL DX CONTEST.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum og um gervitungl.
Skilaboð: RS(T) + ITU svæði.
http://gccontest.ru/en/rules-gc-2024/

IG-RY WORLD WIDE RTTY CONTEST.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 18:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + 4 tölustafir (ártal sem leyfishafi fékk fyrst útgefið leyfisbréf).
https://www.ig-ry.de/ig-ry-ww-contest

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Myndin er af Yaesu FTdx5000 100W HF SSB/CW stöðinni sem kom á markað árið 2009 og varð strax vinsæl á meðal radíóamatöra sem tóku þátt í alþjóðlegum keppnum. Ofan á stöðinni er SM-5000 “Station Monitor” sem var selt sem aukahlutur.

Áður kynnt erindi Georgs Kulp, TF3GZ „Félagsstöðin TF3IRA; nýjungar“ sem vera átti í Skeljanesi fimmtudaginn 11. apríl n.k., frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 20:00-22:00 og er almenn málaskrá í boði á opnu húsi í stað erindisins.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA er í þessu húsi í Skeljanesi.

CQ World Wide WPX SSB keppnin var haldin 30.-31. mars s.l. Keppnisnefnd bárust alls 8.126 dagbækur. Þar af voru 8 TF kallmerki sem kepptu í  sex keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbókar (e. Check-Log).

Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Lokaniðurstöður verða tilkynntar síðar.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

.