Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes í Reykjavík laugardaginn 16. mars. Þar sem um var að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf var ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins.
Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Í raffræði og radíótækni náðu 2 fullnægjandi árangri, einn til N-leyfis og einn til G-leyfis. Í Reglum og viðskiptum náði einn til viðbótar fullnægjandi árangri til G-leyfis en einn aðili hafði áður náð fullnægjandi árangri í reglum og viðskiptum til G-leyfis.
Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda. Eftirfarandi eru nýir leyfishafar:
Einar Sverrir Sandoz, Reykjavík – N-leyfi. Hákon Örn Árnason, Reykjavík – G-leyfi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-03-19 10:41:172024-03-19 10:42:45NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-03-18 20:46:292024-03-18 20:47:40OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 21. MARS
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. mars 2024. Alls fengu 18 kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60, 80 og 160 metrar, auk sambanda um gervitunglið QO-100.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A FT8 á 60m. og SSB um QO-100 gervitunglið. TF1EIN FT8 á 17 og 20 m. TF2CT FT4 á 20 m. TF2MSN FT8 á 10, 12, 30, 40 og 80 m. TF3AO RTTY á 10, 15 og 20 m. TF3DC CW á 17 m. TF3EK FT8 á 10 m. TF3EO CW á 10, 12, 15 og 40 m. TF3LB FT4 og FT8 á 10 og 12m. TF3PKN FT8 á 10 og 12 m. og FM á 10m. TF3PPN FT4 á 15 m. og RTTY á 10 og 15 m. TF3SG CW á 17, 30, 40 og 160 m. TF3VE FT8 á 60 m. TF3XO SSB á 20m. TF4ZQ FT8 á 17 m. og SSB á 40 m. TF5B FT8 á 10, 12, 15 og 30 m. TF6MK FT8 á 17 og 20 m. TF8SM FT4 á 10 m. og FT8 á 12 m.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-03-18 12:40:592024-03-18 13:31:32VÍSBENDING UM VIRKNI
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 17. mars 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G (færist upp um tvö sæti), TF3JB, TF3MH (færist upp um eitt sæti) og TF3SG (færist upp um 1 sæti). Samtals er um að ræða 30 uppfærslur.
Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýja skráningu í RTTY/DIGITAL flokki. Þetta er 5. DXCC viðurkenning Gísla.
Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 16. mars.
Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax í byrjun næstu viku.
Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda.
Sérstakar þakkir til Prófnefndar ÍRA og til Fjarskiptastofu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-03-16 15:03:132024-03-16 15:04:07PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 16. mars n.k. samkvæmt eftirfarandi:
10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni. 13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti. 14:30 – Prófsýning.
Prófið er skv. 5. gr. í reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004. Prófið er í 30 liðum og gilda allir jafnt. Próftími er 2 klst. Nota má blýanta, strokleður, reglustiku og reiknivél sem ekki getur geymt gögn, önnur hjálpargögn eru ekki leyfð.
Prófið er öllum opið. ÍRA hefur sent lista til Fjarskiptastofu yfir þá aðila sem staðfest hafa þátttöku, en möguleiki er að bæta próftökum við hafi einhver misst af skráningu fyrir lokafrest.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-03-14 21:43:142024-03-14 21:44:11PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS
Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 16 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 228 blaðsíður að stærð.
BARTG RTTY CONTEST Hefst laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 01:59. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer + 4 tölustafir fyrir tímasetningu (GMT). http://bartg.org.uk/wp/
RUSSIAN DX CONTEST Hefst á laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 14:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð rússneska stöðva: RS(T) + 2 stafir fyrir hérað (oblast). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://www.rdxc.org/rules_eng
Áður kynnt erindi Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY: „Páskaleikar ÍRA 3.-5. maí, kynning og nýjungar“ sem vera átti í Skeljanesi fimmtudaginn 14. mars n.k. frestast af óviðráðanlegum ástæðum.
Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 20:00-22:00 fimmtudaginn 14. mars og er almenn málaskrá í boði á opnu húsi í stað erindisins.
Nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.
Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Georg Kulp, TF3GZ, fundarritari. Alls sóttu 24 félagar fundinn.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2024/25:
Jónas Bjarnason, TF3JB formaður (endurkjörinn). Jón Björnsson, TF3PW (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður). Andrés Þórarinsson, TF1AM (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður). Njáll H. Hilmarsson, TF3NH (kjörinn aðalmaður til 2 ára). Georg Kulp, TF3GZ (kjörinn aðalmaður til 2 ára). Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn). Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson, TF3HK og Yngvi Harðarson, TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Félagsgjald var samþykkt kr. 7.500 fyrir árið 2024/25.
Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á PDF formi á heimasíðu.
NÝJUM KALLMERKJUM ÚTHLUTAÐ
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið Í Reykjavík 16. mars s.l.
Eftirtaldir nýir leyfishafar hafa sótt um og verið úthlutað kallmerkjum:
Einar Sverrir Sandoz, Reykjavík, TF3ES.
Hákon Örn Árnason, Reykjavík, TF3HOA.
Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið!
Stjórn ÍRA.
NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes í Reykjavík laugardaginn 16. mars. Þar sem um var að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf var ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins.
Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Í raffræði og radíótækni náðu 2 fullnægjandi árangri, einn til N-leyfis og einn til G-leyfis. Í Reglum og viðskiptum náði einn til viðbótar fullnægjandi árangri til G-leyfis en einn aðili hafði áður náð fullnægjandi árangri í reglum og viðskiptum til G-leyfis.
Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda. Eftirfarandi eru nýir leyfishafar:
Einar Sverrir Sandoz, Reykjavík – N-leyfi.
Hákon Örn Árnason, Reykjavík – G-leyfi.
Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið!
Stjórn ÍRA.
.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 21. MARS
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 21. mars fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
VÍSBENDING UM VIRKNI
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. mars 2024. Alls fengu 18 kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60, 80 og 160 metrar, auk sambanda um gervitunglið QO-100.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A FT8 á 60m. og SSB um QO-100 gervitunglið.
TF1EIN FT8 á 17 og 20 m.
TF2CT FT4 á 20 m.
TF2MSN FT8 á 10, 12, 30, 40 og 80 m.
TF3AO RTTY á 10, 15 og 20 m.
TF3DC CW á 17 m.
TF3EK FT8 á 10 m.
TF3EO CW á 10, 12, 15 og 40 m.
TF3LB FT4 og FT8 á 10 og 12m.
TF3PKN FT8 á 10 og 12 m. og FM á 10m.
TF3PPN FT4 á 15 m. og RTTY á 10 og 15 m.
TF3SG CW á 17, 30, 40 og 160 m.
TF3VE FT8 á 60 m.
TF3XO SSB á 20m.
TF4ZQ FT8 á 17 m. og SSB á 40 m.
TF5B FT8 á 10, 12, 15 og 30 m.
TF6MK FT8 á 17 og 20 m.
TF8SM FT4 á 10 m. og FT8 á 12 m.
.
UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF KALLMERKJA
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 17. mars 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G (færist upp um tvö sæti), TF3JB, TF3MH (færist upp um eitt sæti) og TF3SG (færist upp um 1 sæti). Samtals er um að ræða 30 uppfærslur.
Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýja skráningu í RTTY/DIGITAL flokki. Þetta er 5. DXCC viðurkenning Gísla.
Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 16. mars.
Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax í byrjun næstu viku.
Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda.
Sérstakar þakkir til Prófnefndar ÍRA og til Fjarskiptastofu.
Stjórn ÍRA.
PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 16. mars n.k. samkvæmt eftirfarandi:
10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.
13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.
14:30 – Prófsýning.
Prófið er skv. 5. gr. í reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004. Prófið er í 30 liðum og gilda allir jafnt. Próftími er 2 klst. Nota má blýanta, strokleður, reglustiku og reiknivél sem ekki getur geymt gögn, önnur hjálpargögn eru ekki leyfð.
Prófið er öllum opið. ÍRA hefur sent lista til Fjarskiptastofu yfir þá aðila sem staðfest hafa þátttöku, en möguleiki er að bæta próftökum við hafi einhver misst af skráningu fyrir lokafrest.
Með ósk um gott gengi.
Prófnefnd ÍRA.
ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR ÍRA 2023/24
Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 16 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 228 blaðsíður að stærð.
Vefslóð á skýrsluna: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/03/loka-Arsskyrsla-IRA-2024-12.3.2024.pdf
Fundargerð, ljósmyndir og önnur aðalfundargögn verða til birtingar í 2. tbl. CQ TF sem kemur út 21. apríl n.k.
Stjórn ÍRA.
.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 16.-17. MARS
PODXS 070 CLUB ST PATRICK’S DAY CONTEST
Stendur yfir laugardag 16. mars frá kl. 00:00-23:59.
Keppnin fer fram á PSK31 á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: Ríki í Bandaríkjunum, fylki í Kanada eða DXCC eining.
https://www.podxs070.com/o7o-club-sponsored-contests/saint-patrick-s-day-contest
BARTG RTTY CONTEST
Hefst laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 01:59.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + 4 tölustafir fyrir tímasetningu (GMT).
http://bartg.org.uk/wp/
RUSSIAN DX CONTEST
Hefst á laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 14:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð rússneska stöðva: RS(T) + 2 stafir fyrir hérað (oblast).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.rdxc.org/rules_eng
F9AA CUP, SSB CONTEST
Hefst á laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 14:00.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.site.urc.asso.fr/index.php/om-yl/concours/trophee-f9aa
AFRICA ALL MODE INTERNATIONAL DX CONTEST
Hefst á laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 14:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://www.uska.ch/it/all-africa-all-mode-international-dx-contest-16-17-3-2024/
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
.
FIMMTUDAGSERINDI FRESTAST
Áður kynnt erindi Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY: „Páskaleikar ÍRA 3.-5. maí, kynning og nýjungar“ sem vera átti í Skeljanesi fimmtudaginn 14. mars n.k. frestast af óviðráðanlegum ástæðum.
Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 20:00-22:00 fimmtudaginn 14. mars og er almenn málaskrá í boði á opnu húsi í stað erindisins.
Nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.
Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Stjórn ÍRA.
.
.
AÐALFUNDUR ÍRA 2024, SVIPMYNDIR
FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI 2024
Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Georg Kulp, TF3GZ, fundarritari. Alls sóttu 24 félagar fundinn.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2024/25:
Jónas Bjarnason, TF3JB formaður (endurkjörinn).
Jón Björnsson, TF3PW (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður).
Andrés Þórarinsson, TF1AM (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður).
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Georg Kulp, TF3GZ (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn).
Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson, TF3HK og Yngvi Harðarson, TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Félagsgjald var samþykkt kr. 7.500 fyrir árið 2024/25.
Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á PDF formi á heimasíðu.
Stjórn ÍRA.