http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2014-01-04 12:58:192017-07-24 12:59:05Nýi sólbletturinn sá stærsti sem birst hefur á yfistandandi 11 ára sveifluferli sólarinnar
Stór sólblettur AR1944, kom í ljós á austurbrún sólar 1. janúar. Sólbletturinn er sagður stór og hættulegur. Á blettasvæðinu eru fleiri en tugur dökkrara bletta og aðalbletturinn er nógu stór til að gleypa tvær plánetur á stærð við jörðina. AR1944 er svo stór, að áhorfandi á jörðinni sér svæðið við sólsetur sem galla á heiðgulum fleti sólarinnar:
Raymund Sarmiento á Filipseyjum tók þessa mynd af sólinni með loftnet í forgrunni
Sólin 3. janúar 2014
Búast má við töluverðum áhrifum jafnvel radíóþöggun, black out, á jörðinni frá segulstormum í dag þó svo að blettasvæðið beini ekki geisluninni beint að jörðinni.
Svo má ekki gleyma að Norðurljósadýrðina undanfarna tvo daga má þakka þessum sólbletti.
Mikil massaroktunga er á leiðinni til jarðar. Roktungan slengdist frá sólinni 4. janúar í sólblossa frá stóra sólblettinum, AR1944. Rannsókanarstöðin, SOHO, sendi frá sér þessa mynd af sólblossanum, ef smellt er á myndina sést hvernig tungurnar slengjast út fá sólinni:
Búast má við miklu höggi á segulhjúp jarðar 7. janúar, jafbvel neistasýningu og G1-class segulstormum 7. og 8. janúar. Góðar líkur á fallegum norðurljósum. Segulstormsviðvaranir: text, voice.
Sjáið hér hvernig sólbletturinn er að snúast átt að jörðinni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2014-01-01 12:59:402017-07-24 13:01:13Búist við áhrifum frá stóra sólblettinum á morgun, 7 janúar
Einn mesti radíóamatörinn í okkar röðum er sjötugur í dag – til hamingju með daginn Villi. Ég ætla ekki í þessari stuttu frétt að gera tilraun til að rekja einhver afreka Villa á radíósviðinu – þið þekkið öll hann Villa. Aðalsmerki Villa sem radíóamatör er að hann hefur náð QSOum um allan heim með heimasmíðuðum QRP-tækjum og loftnetum sem auðvelt er að henda upp í fljótheitum og kosta lítið. Villi hefur byggt sín sambönd á reynslu og þekkingu á útbreiðslu og hegðun radíóbylgjanna en ekki afli. Villi er einn besti og þolinmóðasti kennari sem ég hef haft um ævina, stundum svolítið stríðinn en Villi er kennimaður af guðsnáð.
Villi segir í viðtali í blaði dagsins það standa uppúr í lífinu, að vera afi.
Eigum við ekki að sameinast í hamingjuóskum til Villa og fjölskyldu hans á þessum fallega degi sem rétt í þessu er að birtast í austri yfir fjöllunum á Hellisheiði sem Villi þekkir eins og puttana á sjálfum sér eftir áratuga ferðlög um heiðina jafnt vetur sem sumar.
ADIOS to CQ VHF mátti í dag lesa á fréttasíðunni AmateurRadio.com. Þar kemur fram að enn eitt tímaritið CQ VHF hafi verið lagt af og ætlunin sé að setja vissa efnisflokka úr úgáfunni inní væntanlega nýja netútgáfu CQ Amateur Radio. Á heimasíðu ARRL er líka fjallað um grundvallarbreytingar sem eru í farvatninu á flaggskipi CQ útgáfunnar og er haft eftir Dick Ross, K2MGA,, ritstjóra CQ Communications að frá og með febrúar á komandi ári verði efni sem hingað til hefur verið í sérblöðum CQ sett inn í sérstaka möppu í netútgáfu CQ. Dick segir, lauslega þýtt og endursagt: “Amatörradíómarkaðurinn er að breytast og við verðum að breyta því sem við gerum og hvernig við gerum það til að halda áfram að vera í forystu á öllum sviðum áhugamálsins.”
Allir góðir hlutir taka enda segir Bob, K0NR höfundur fréttarinnar, hann segist eiga eftir að sakna blaðanna en nú sé kominn tími til að halda áfram og leita á önnur mið.
Þetta eru stórmannleg orð þessarra tveggja ötulu ritstjóra í amatörheiminum og kannski getum við í okkar litla félagi, ÍRA, lært eitthvað af þeim og tekið okkur til fyrirmyndar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-12-27 12:45:192017-07-24 12:45:47CQ VHF verður ekki lengur gefið út á pappír
Stjórn ÍRA færir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra innilegar jóla- og áramótakveðjur og þakkir fyrir árið sem er að líða. Enbættismönnum ÍRA eru færðar innilegar þakkir fyrir störf í þágu ÍRA á árinu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2013-12-24 12:43:492017-07-24 12:45:12Gleðileg Jól og farsælt nýtt ár
Kortastofa ÍRA vill koma á framfæri við félagsmenn að síðasti skiladagur QSL korta fyrir áramótahreinsun er 2. janúar 2014. Öll kort sem berast á árinu 2013
fram til 2. janúar 2014 verða send utan strax eftir áramót.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2013-12-17 12:42:242017-07-24 12:43:43QSL kort móttaka til 2. janúar 2014 – félagsaðstaðan opin 19. desember og 2. janúar
Fréttabréf, 3.tb CQ TF 2013 er nú aðgengilegt á vef félagsins. Útlit blaðsins að þessu sinni er nokkuð frábrugðið því sem verið hefur og er það að öllu leyti unnið í Word, en ekki í sérstökum umbrotsforritum sem ritstjóri þessa blaðs hafði ekki aðgang að. Efni og innihald blaðsins er hefðbundið og um margt áhugavert. Ritstjóri færir þeim þakkir fyrir sem sendu inn efni í blaðið. Þeir félagar í ÍRA sem vilja sækja blaðið á pdf er vinsamlegast bent á að velja flipann CQ TF til vinstri á síðunni, og skrá sig inn með notandanafni og lykilorði.
Það voru sannarlega stór tíðindi og gleðileg þegar TF4M hafði sambandi við HK1NA á 160m., 24. nóvember. Með því er TF4M komin með 200 lönd í logginn á 160m.
Við þau tímamót færir ÍRA, Þorvaldi Stefánssyni, TF4M innilegar heillaóskir með frábært afrek.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2013-12-08 12:40:502017-07-24 12:41:07TF4M – með yfir 200 lönd á 160m
Einn af félögum okkar, Steingrímur Sígfússon, TF3SZ er látin. Steingrímur lést 3. desember og mun útför hans fara fram föstudaginn 13. desember frá Fossvogskappellu. Fyrir hönd félaga okkar í ÍRA votta ég fjölskyldu Steingríms innilegar samúðarkveðjur og minnumst við hans og þeirra stunda sem hann var einn af félögum okkar.
Nú eru fyrstu tölur komnar sem gefa til kynna árangur og niðurstöður í CQ WW CW 2013. Vitað er um 10 íslenskar stöðvar sem skiluðu inn radíódagbók til keppnisstjórnar.
Samkvæmt fyrstu tölum er TF3CW með hæsta skor í Evrópu og nr. 8 yfir heiminn í flokknum Single band 15m, Single op. high, not assisted með 922.266 stig.
TF3W með (TF3SA sem op) er nr. 11 í Evrópu og nr. 34 yfir heiminn í flokknum Single band 10m, Single op, high, not assisted með 333.004 stig. Þessar tvær íslensku stöðvar bera af að þessu sinni hvað varðar árangur, en mjög ánægjulegt hefur verið að fylgjast með þáttöku annarra íslenskra stöðva í keppninni að þessu sinni.
Fyrir hönd ÍRA eru TF3CW og TF3SA færðar innlegar hamingjuóskir með frábæran árangur.
Kortastofa ÍRA vill koma á framfæri við félagsmenn að síðasti skiladagur QSL korta fyrir áramótahreinsun er 2. janúar 2014. Öll kort sem berast á árinu 2013 fram til 2. janúar 2014 verða send utan strax eftir áramót.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2013-12-01 12:39:232017-07-24 12:39:40Kortastofa, áramótahreinsun QSL korta er 2. janúar 2014
Nýi sólbletturinn sá stærsti sem birst hefur á yfistandandi 11 ára sveifluferli sólarinnar
Risasólblettur, Daisuke Tomiyasu sem sendi í morgun þessa mynd frá Higashinada-ku, Kobe, Hyogo, Japan, segir sólblettinn sjást með berum augum:
Starfsmenn NOAA, sem fygjast vel með blettinum, áætla 75% líkur á M-roktungum og 30% líkur á X-roktungum í dag 4. janúar..
Þeir segja að þó virknin hafi verið lítil hingað til þá hafi sólbletturinn alla burði til að geta haft töluverð áhrif á jörðinni.
heimild: spaceweather.com
Stór sólblettur birtist 1. janúar
Stór sólblettur AR1944, kom í ljós á austurbrún sólar 1. janúar. Sólbletturinn er sagður stór og hættulegur. Á blettasvæðinu eru fleiri en tugur dökkrara bletta og aðalbletturinn er nógu stór til að gleypa tvær plánetur á stærð við jörðina. AR1944 er svo stór, að áhorfandi á jörðinni sér svæðið við sólsetur sem galla á heiðgulum fleti sólarinnar:
Raymund Sarmiento á Filipseyjum tók þessa mynd af sólinni með loftnet í forgrunni
Sólin 3. janúar 2014
Búast má við töluverðum áhrifum jafnvel radíóþöggun, black out, á jörðinni frá segulstormum í dag þó svo að blettasvæðið beini ekki geisluninni beint að jörðinni.
Svo má ekki gleyma að Norðurljósadýrðina undanfarna tvo daga má þakka þessum sólbletti.
heimild: http://www.spaceweather.com/
Búist við áhrifum frá stóra sólblettinum á morgun, 7 janúar
Mikil massaroktunga er á leiðinni til jarðar. Roktungan slengdist frá sólinni 4. janúar í sólblossa frá stóra sólblettinum, AR1944. Rannsókanarstöðin, SOHO, sendi frá sér þessa mynd af sólblossanum, ef smellt er á myndina sést hvernig tungurnar slengjast út fá sólinni:
Búast má við miklu höggi á segulhjúp jarðar 7. janúar, jafbvel neistasýningu og G1-class segulstormum 7. og 8. janúar. Góðar líkur á fallegum norðurljósum. Segulstormsviðvaranir: text, voice.
Sjáið hér hvernig sólbletturinn er að snúast átt að jörðinni.
heimild: spaceweather.com
Til hamingju með daginn Villi Radíó, TF3DX
Einn mesti radíóamatörinn í okkar röðum er sjötugur í dag – til hamingju með daginn Villi. Ég ætla ekki í þessari stuttu frétt að gera tilraun til að rekja einhver afreka Villa á radíósviðinu – þið þekkið öll hann Villa. Aðalsmerki Villa sem radíóamatör er að hann hefur náð QSOum um allan heim með heimasmíðuðum QRP-tækjum og loftnetum sem auðvelt er að henda upp í fljótheitum og kosta lítið. Villi hefur byggt sín sambönd á reynslu og þekkingu á útbreiðslu og hegðun radíóbylgjanna en ekki afli. Villi er einn besti og þolinmóðasti kennari sem ég hef haft um ævina, stundum svolítið stríðinn en Villi er kennimaður af guðsnáð.
Villi segir í viðtali í blaði dagsins það standa uppúr í lífinu, að vera afi.
Eigum við ekki að sameinast í hamingjuóskum til Villa og fjölskyldu hans á þessum fallega degi sem rétt í þessu er að birtast í austri yfir fjöllunum á Hellisheiði sem Villi þekkir eins og puttana á sjálfum sér eftir áratuga ferðlög um heiðina jafnt vetur sem sumar.
Til hamingju.
73 de TF3JA
CQ VHF verður ekki lengur gefið út á pappír
ADIOS to CQ VHF mátti í dag lesa á fréttasíðunni AmateurRadio.com. Þar kemur fram að enn eitt tímaritið CQ VHF hafi verið lagt af og ætlunin sé að setja vissa efnisflokka úr úgáfunni inní væntanlega nýja netútgáfu CQ Amateur Radio. Á heimasíðu ARRL er líka fjallað um grundvallarbreytingar sem eru í farvatninu á flaggskipi CQ útgáfunnar og er haft eftir Dick Ross, K2MGA,, ritstjóra CQ Communications að frá og með febrúar á komandi ári verði efni sem hingað til hefur verið í sérblöðum CQ sett inn í sérstaka möppu í netútgáfu CQ. Dick segir, lauslega þýtt og endursagt: “Amatörradíómarkaðurinn er að breytast og við verðum að breyta því sem við gerum og hvernig við gerum það til að halda áfram að vera í forystu á öllum sviðum áhugamálsins.”
Allir góðir hlutir taka enda segir Bob, K0NR höfundur fréttarinnar, hann segist eiga eftir að sakna blaðanna en nú sé kominn tími til að halda áfram og leita á önnur mið.
Þetta eru stórmannleg orð þessarra tveggja ötulu ritstjóra í amatörheiminum og kannski getum við í okkar litla félagi, ÍRA, lært eitthvað af þeim og tekið okkur til fyrirmyndar.
73 de TF3JA
Gleðileg Jól og farsælt nýtt ár
Stjórn ÍRA færir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra innilegar jóla- og áramótakveðjur og þakkir fyrir árið sem er að líða. Enbættismönnum ÍRA eru færðar innilegar þakkir fyrir störf í þágu ÍRA á árinu.
Jólamynd frá Basel í Sviss
73
Guðmundur, TF3SG
QSL kort móttaka til 2. janúar 2014 – félagsaðstaðan opin 19. desember og 2. janúar
Kortastofa ÍRA vill koma á framfæri við félagsmenn að síðasti skiladagur QSL korta fyrir áramótahreinsun er 2. janúar 2014. Öll kort sem berast á árinu 2013
fram til 2. janúar 2014 verða send utan strax eftir áramót.
TF3ARI og TF3MHN
73,
Matthíasar Hagvaag, TF3MHN
CQ TF 3.tb 2013
Sælir félagar,
Fréttabréf, 3.tb CQ TF 2013 er nú aðgengilegt á vef félagsins. Útlit blaðsins að þessu sinni er nokkuð frábrugðið því sem verið hefur og er það að öllu leyti unnið í Word, en ekki í sérstökum umbrotsforritum sem ritstjóri þessa blaðs hafði ekki aðgang að. Efni og innihald blaðsins er hefðbundið og um margt áhugavert. Ritstjóri færir þeim þakkir fyrir sem sendu inn efni í blaðið. Þeir félagar í ÍRA sem vilja sækja blaðið á pdf er vinsamlegast bent á að velja flipann CQ TF til vinstri á síðunni, og skrá sig inn með notandanafni og lykilorði.
73
Guðmundur, TF3SG
TF4M – með yfir 200 lönd á 160m
Það voru sannarlega stór tíðindi og gleðileg þegar TF4M hafði sambandi við HK1NA á 160m., 24. nóvember. Með því er TF4M komin með 200 lönd í logginn á 160m.
Við þau tímamót færir ÍRA, Þorvaldi Stefánssyni, TF4M innilegar heillaóskir með frábært afrek.
73
Guðmundur, TF3SG
Andlát, Steingrímur Sigfússon, TF3SZ
Einn af félögum okkar, Steingrímur Sígfússon, TF3SZ er látin. Steingrímur lést 3. desember og mun útför hans fara fram föstudaginn 13. desember frá Fossvogskappellu. Fyrir hönd félaga okkar í ÍRA votta ég fjölskyldu Steingríms innilegar samúðarkveðjur og minnumst við hans og þeirra stunda sem hann var einn af félögum okkar.
Guðmundur, TF3SG
CQ WW CW 2013 fyrstu tölur – Claimed Score
Nú eru fyrstu tölur komnar sem gefa til kynna árangur og niðurstöður í CQ WW CW 2013. Vitað er um 10 íslenskar stöðvar sem skiluðu inn radíódagbók til keppnisstjórnar.
Samkvæmt fyrstu tölum er TF3CW með hæsta skor í Evrópu og nr. 8 yfir heiminn í flokknum Single band 15m, Single op. high, not assisted með 922.266 stig.
TF3W með (TF3SA sem op) er nr. 11 í Evrópu og nr. 34 yfir heiminn í flokknum Single band 10m, Single op, high, not assisted með 333.004 stig. Þessar tvær íslensku stöðvar bera af að þessu sinni hvað varðar árangur, en mjög ánægjulegt hefur verið að fylgjast með þáttöku annarra íslenskra stöðva í keppninni að þessu sinni.
Fyrir hönd ÍRA eru TF3CW og TF3SA færðar innlegar hamingjuóskir með frábæran árangur.
73
Guðmundur, TF3SG
Kortastofa, áramótahreinsun QSL korta er 2. janúar 2014
Kortastofa ÍRA vill koma á framfæri við félagsmenn að síðasti skiladagur QSL korta fyrir áramótahreinsun er 2. janúar 2014. Öll kort sem berast á árinu 2013 fram til 2. janúar 2014 verða send utan strax eftir áramót.
73,
Matthíasar Hagvaag, TF3MHN